Leggja til engar loðnuveiðar

Loðnuveiðar | 24. janúar 2024

Leggja til engar loðnuveiðar

Lítð mældist af loðnu í vetrarleiðangri Hafrannsóknastofnunar og er því ekki tilefni til að breyta fyrri ráðgjöf stofnunarinnar um að engar loðnuveiðar verði stundaðar þessa vertíð. Talið er að miklar líkur séu á að loðna sé enn undir hafísnum norðvestur af Íslandi og er því gert ráð fyrir mælingum á ný í febrúar.

Leggja til engar loðnuveiðar

Loðnuveiðar | 24. janúar 2024

Hafrannsóknarskipin mældu lítð af loðnu og telur Hafrannsóknastofnun ekki tilenfi …
Hafrannsóknarskipin mældu lítð af loðnu og telur Hafrannsóknastofnun ekki tilenfi til að breyta ráðgjöf sinni um engar loðnuveiðar þetta árið. mbl.is/Árni Sæberg

Lítð mældist af loðnu í vetrarleiðangri Hafrannsóknastofnunar og er því ekki tilefni til að breyta fyrri ráðgjöf stofnunarinnar um að engar loðnuveiðar verði stundaðar þessa vertíð. Talið er að miklar líkur séu á að loðna sé enn undir hafísnum norðvestur af Íslandi og er því gert ráð fyrir mælingum á ný í febrúar.

Lítð mældist af loðnu í vetrarleiðangri Hafrannsóknastofnunar og er því ekki tilefni til að breyta fyrri ráðgjöf stofnunarinnar um að engar loðnuveiðar verði stundaðar þessa vertíð. Talið er að miklar líkur séu á að loðna sé enn undir hafísnum norðvestur af Íslandi og er því gert ráð fyrir mælingum á ný í febrúar.

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar byggir á mælingum sem gerðar voru af rannsóknarskipunum Bjarna Sæmundssyni og Árna Friðrikssyni ásamt loðnuveiðiskipunum Polar Ammassak og Ásgrími Halldórssyni á tímabilinu 16. til 23. janúar.

„Út af Austfjörðum varð ekki vart við loðnu og einnig mældist lítið magn á norðaustur hluta svæðisins, en þetta eru þau svæði þar sem fremsta hluta loðnugöngunnar er jafnan að finna á þessum tíma. Mesti þéttleiki fullorðinnar loðnu var í námunda við hafísröndina á svæðinu út af Horni og austur að Kolbeinseyjarhrygg. Vestan við það svæði var aðallega að finna ókynþroska loðnu. Miðað við þessa dreifingu má ætla að ís hafi komið í veg fyrir að náðst hafi að dekka allt útbreiðslusvæði loðnunnar. Það magn sem mældist nú af fullorðinni loðnu er aðeins um fjórðungur þess sem mældist í haust,“ segir í tilkynningu á vef Hafrannsóknastofnunar.

Útbreiðsla loðnu í janúar samkvæmt bergmálsgildum. Árni Friðriksson rauður, Polar …
Útbreiðsla loðnu í janúar samkvæmt bergmálsgildum. Árni Friðriksson rauður, Polar Ammassak grænn, Bjarni Sæmundsson blár og Ásgrímur Halldórsson bleikur. Mynd/Hafrannsóknastofnun

Ný mæling í febrúar

Kveðst stofnunin skipuleggja mælingu á ný í febrúar og eru bundnar vonir við að loðnan verði gengin undan ísnum eða ísinn hafi hopað. Nákvæmar dagsetningar um framhaldið hafa ekki verið ákveðnar.

Upphafsráðgjöf fyrir vertíðina byggði á haustmælingu ársins 2022 og gaf hún ekki tilefni til að leggja til að loðnuveiðar yrðu stundaðar á vertíðinni 2023/2024. Sama niðurstaða fékkst í haustmælingu 2023 og í viðbótarleiðangri í desember síðastliðnum.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is