Vatnsleki í sundlauginni: Grunur um myglu

Mygla í húsnæði | 24. janúar 2024

Vatnsleki í sundlauginni: Grunur um myglu

„Ég held að það sé enginn sáttur við stöðu mála. Það vill enginn hafa þetta svona,“ segir Jakob Þorsteinsson, forstöðumaður Sundlaugar Kópavogs.

Vatnsleki í sundlauginni: Grunur um myglu

Mygla í húsnæði | 24. janúar 2024

Vatn lekur á milli hæða í þessari vinsælu sundlaug. Viðgerð …
Vatn lekur á milli hæða í þessari vinsælu sundlaug. Viðgerð er áformuð í sumar. Forstöðumaður segir að taka þurfi sýni vegna myglu. mbl.is/ÞÖK

„Ég held að það sé enginn sáttur við stöðu mála. Það vill enginn hafa þetta svona,“ segir Jakob Þorsteinsson, forstöðumaður Sundlaugar Kópavogs.

„Ég held að það sé enginn sáttur við stöðu mála. Það vill enginn hafa þetta svona,“ segir Jakob Þorsteinsson, forstöðumaður Sundlaugar Kópavogs.

Enn hefur ekki verið ráðist í viðgerð vegna leka í húsnæði sundlaugarinnar vinsælu. Rúmt ár er liðið síðan rakaskemmdir greindust í kjallara hússins þar sem heilsurækt Reebok er nú rekin. Staðfest var að mygla hefði greinst og í kjölfarið var umrætt svæði hreinsað og gerðar lagfæringar. „Það greindist mygla þarna niðri og sú mygla var hreinsuð í burtu. Síðan voru tekin sýni og þau reyndust myglufrí,“ segir Jakob en lekinn er enn til staðar. Hann er úr votrými í karlaklefa sundlaugarinnar og hefur fötu verið komið fyrir í kjallaranum til að taka á móti vatninu. Óánægju hefur gætt meðal gesta af þessum sökum, samkvæmt upplýsingum blaðsins.

Jakob segir að flókið gæti reynst að finna nákvæmlega hvar lekur í gegn. Því hafi ekki verið hætt á að hefja viðgerðir enn, enda myndi það kalla á tilfærslur. „Krakkarnir í skólasundinu myndu þurfa að fara í búningsklefa niðri og þá væri löng leið að lauginni. Við viljum ekki taka séns á að því að þau fari eitthvað annað. Þarna togast því á öryggismál barnanna og öryggismál annarra gesta,“ segir forstöðumaðurinn. Hann játar því að ástandið sé óboðlegt og að þörf gæti verið á því að taka annað sýni vegna myglu. Mygla gæti myndast í loftinu þar sem vatnið lekur niður. „Viðgerðin fer væntanlega fram í júní,“ segir Jakob.

mbl.is