Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir erfiðlega hafa gengið fyrir strætisvagnana að halda áætlun þegar leið á daginn eftir að umferðin fór úr skorðum á höfuðborgarsvæðinu.
Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir erfiðlega hafa gengið fyrir strætisvagnana að halda áætlun þegar leið á daginn eftir að umferðin fór úr skorðum á höfuðborgarsvæðinu.
Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir erfiðlega hafa gengið fyrir strætisvagnana að halda áætlun þegar leið á daginn eftir að umferðin fór úr skorðum á höfuðborgarsvæðinu.
„Hjá okkur urðu gríðarlegar seinkanir. Að komast frá Hlemmi og upp í Ártúnsbrekku tók einn og hálfan tíma ef við tökum dæmi. Þetta var í takti við umferðina í heild sinni enda urðu árekstrar og óhöpp sem tefja einnig,“ segir Jóhannes í samtali við mbl.is.
„Við settum tilkynningar inn á vefinn hjá okkur um leið og við sáum hvað var að gerast. Við biðjum viðskiptavini okkar forláts á þessu.“
Nú um kvöldmatarleytið hafði hann ekki haft spurnir af stórvægilegu tjóni á vögnum Strætó en tugir árekstra urðu í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Spurður hvort sérakreinar myndu liðka fyrir þjónustunni hjá Strætó segir Jóhannes að sú verði vonandi raunin.
„Við höfum talað um það. Sérakreinar skipta miklu máli þegar umferðin er þung. Það er alveg klárt mál. Það verkefni er í vinnslu og verður vonandi að veruleika innan einhverra ára og þá gætum við smeygt okkur framhjá umferðinni. Ekki er víst að það hefði endilega átt við í dag því ástandið var nokkuð sérstakt.“