Öllu tjaldað til á eins árs afmælinu

Frægar fjölskyldur | 25. janúar 2024

Öllu tjaldað til á eins árs afmælinu

Eitt ár er liðið frá því Love Island-stjörnurnar Molly-Mae Hague og Tommy Fury urðu foreldrar, en dóttir þeirra Bambi fagnaði eins árs afmæli sínu síðastliðinn þriðjudag. 

Öllu tjaldað til á eins árs afmælinu

Frægar fjölskyldur | 25. janúar 2024

Dóttir Molly-Mae Hague og Tommy Fury er orðin eins árs!
Dóttir Molly-Mae Hague og Tommy Fury er orðin eins árs! Samsett mynd

Eitt ár er liðið frá því Love Island-stjörnurnar Molly-Mae Hague og Tommy Fury urðu foreldrar, en dóttir þeirra Bambi fagnaði eins árs afmæli sínu síðastliðinn þriðjudag. 

Eitt ár er liðið frá því Love Island-stjörnurnar Molly-Mae Hague og Tommy Fury urðu foreldrar, en dóttir þeirra Bambi fagnaði eins árs afmæli sínu síðastliðinn þriðjudag. 

Hague og Fury kynntust í raunveruleikaþáttunum Love Island árið 2019 og eru í dag trúlofuð, en þau hafa notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum eftir að þau snéru heim frá ástareyjunni. 

Stílhreint skraut í ljósum tónum

Hague og Fury eru þekkt fyrir að fara alla leið þegar kemur að skreytingum, en þau virðast kjósa stílhreint skraut í hvítum og ljósum tónum eins og sést á myndunum. Sama þema var einnig í steypiboðinu sem haldið var fyrir Hague í desember 2022 og hafa þau þar að auki innréttað barnaherbergið í svipuðum stíl. 

Á afmælisdaginn var heimili fjölskyldunnar skreytt hátt og lágt, meðal annars með hvítum og glærum blöðrum, brúðarslöri í ljósum vösum og glæsilegum kræsingum í hvítum og kremuðum litum. 

View this post on Instagram

A post shared by Molly-Mae Hague (@mollymae)

mbl.is