15 vagnar í óhöppum – Strætisvagnar rákust saman

Strætó | 26. janúar 2024

15 vagnar í óhöppum – Strætisvagnar rákust saman

Fimmtán vagnar Strætó lentu í óhöppum á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna óveðursins sem skyndilega reið yfir, auk tafa sem mynduðust þegar umferðarljós duttu út vegna rafmagnsleysis. Forstjóri Strætó segir óhöppin ekkert hafa með dekkjabúnað vagnanna að gera. 

15 vagnar í óhöppum – Strætisvagnar rákust saman

Strætó | 26. janúar 2024

Dæmi voru um að vagnar Strætó lentu hvor á öðrum. …
Dæmi voru um að vagnar Strætó lentu hvor á öðrum. Eitt dæmi þess var við Össur eins og hér má sjá. Ljósmynd/Aðsend

Fimmtán vagnar Strætó lentu í óhöppum á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna óveðursins sem skyndilega reið yfir, auk tafa sem mynduðust þegar umferðarljós duttu út vegna rafmagnsleysis. Forstjóri Strætó segir óhöppin ekkert hafa með dekkjabúnað vagnanna að gera. 

Fimmtán vagnar Strætó lentu í óhöppum á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna óveðursins sem skyndilega reið yfir, auk tafa sem mynduðust þegar umferðarljós duttu út vegna rafmagnsleysis. Forstjóri Strætó segir óhöppin ekkert hafa með dekkjabúnað vagnanna að gera. 

Síðdegis í gær varð mikill umferðarþungi og talsvert mikið um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu vegna mikillar hálku, auk þess sem skyggni var lélegt. Jó­hann­es Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó, segir fullt af vögnum hafa orðið fyrir óhöppum og nokkuð um seinkanir á ferðum. 

„Einn fór illa í Túnbrekkunni

Af þeim fimmtán vögnum sem urðu fyrir óhappi skemmdust fjórir eða fimm nokkuð illa, að sögn Jóhannesar, sem segir umrædda vagna á leið í viðgerð þar sem þeir verða næstu tvær vikurnar. 

Aðspurður segir hann óhöppin hafa orðið hér og þar um höfuðborgarsvæðið. Nefnir hann nokkur tilvik þar sem fólksbílar runnu eða keyrðu á vagnana, auk þess sem hann segir Strætó í einu tilfelli hafa runnið á bíl. 

„Einn fór illa í Túnbrekkunni í Kópavogi, rann bara niður brekkuna og fór á staur.“

Þá keyrði strætó jafnframt á annan strætó, segir Jóhannes sem staðfestir að slíkur árekstur hafi meðal annars átt sér stað við Össur, eins og sést á ljósmyndinni með fréttinni.

Óhöppin ekkert með dekkjabúnaðinn að gera 

Aðspurður segir Jóhannes þessi óhöpp ekkert hafa að gera með dekkjabúnað vagnanna. Aðstæður í gær hafi verið þannig að gríðarleg hálka myndaðist á skömmum tíma, skyggni var lélegt og umferðin magnaðist upp. 

„Við erum með góðan dekkjabúnað. Setjum alltaf ný framdekk á hverjum einasta vetri og setjum þá framdekkin sem notuð voru árið á undan sem afturdekk,“ segir Jóhannes og útskýrir að því séu vagnarnir aldrei á dekkjum sem hafa verið notuð í meira en tvo vetur. 

„Það réði bara ekkert svona dekk við aðstæður eins og voru í gær.“ 

Kemur ekkert til greina að nota keðjur í aðstæðum sem þessum?

„Það er ekkert hægt að setja keðjur á þetta. Þetta gerist bara einn tveir og þrír. Ef við ætluðum að gera það þá þyrftum við að kalla allan flotann inn og þá væri engin þjónusta,“ segir hann og bætir við að í aðstæðum sem þessum treysti strætó á að sveitarfélögin bregðist við með því að salta og sanda göturnar. 

Erfitt að treysta á rauntímakortið

Spurður út í gagnrýni sem Strætó hefur sætt undanfarin sólarhring fyrir að hafa ekki upplýst farþega sína nægilega vel um seinkanir eða fyrirhugaða komu vagnanna, segir Jóhannes Strætó hafa gert sitt besta til að upplýsa farþega. 

Tilkynningar voru settar á heimasíðu Strætó og snjallforrit Strætó, auk þess sem tilkynningar voru sendar út á öllum helstu samfélagsmiðlum, segir Jóhannes og nefnir TikTok sem dæmi. 

„Það er í öllum bransa þannig að fólk tekur ekki alltaf eftir öllu. En það var tilkynnt, um leið og við sáum að þetta væri að stefna í óefni, að það yrðu miklar seinkanir.“ 

Jóhannes útskýrir jafnframt að erfitt sé að stóla á rauntímakort Strætó þegar miklar seinkanir verða. Það er þó eitthvað sem fyrirtækið hyggst ráðast í endurbætur á til að stuðla að því að ávallt megi treysta á rauntímakortið. 

„Rauntímakortið fylgir svokölluðum vagnaferli, en þegar hann fer út fyrir ákveðinn tíma þá detta þeir bara út og þá ruglast bara tölvan. Þannig að það var ekki einu sinni hægt að sjá þá sem voru komnir í miklar seinkanir í kerfinu,“ segir Jóhannes, vongóður um að endurbætur lagi þann hnökra á kerfinu. 

mbl.is