Ákvörðun lögreglustjórans kærð

Fiskeldi | 26. janúar 2024

Ákvörðun lögreglustjórans kærð til ríkissaksóknara

Matvælastofnun hefur kært til ríkissaksóknara ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á meintu lögbroti Arctic Sea Farm ehf. (Arctic Fish) vegna slysaslepp­ing­ar eld­islax úr fisk­eld­is­stöð í Pat­reks­firði í ág­úst.

Ákvörðun lögreglustjórans kærð til ríkissaksóknara

Fiskeldi | 26. janúar 2024

Arctic Fish er með eldi í nokkrum fjörðum Vestfjarða.
Arctic Fish er með eldi í nokkrum fjörðum Vestfjarða. mbl.is/Helgi Bjarnason

Matvælastofnun hefur kært til ríkissaksóknara ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á meintu lögbroti Arctic Sea Farm ehf. (Arctic Fish) vegna slysaslepp­ing­ar eld­islax úr fisk­eld­is­stöð í Pat­reks­firði í ág­úst.

Matvælastofnun hefur kært til ríkissaksóknara ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á meintu lögbroti Arctic Sea Farm ehf. (Arctic Fish) vegna slysaslepp­ing­ar eld­islax úr fisk­eld­is­stöð í Pat­reks­firði í ág­úst.

Vefur Bæjarins besta greinir frá þessu og segir að alls hafi 27 kærur borist frá ýmsum aðilum en aðeins málsaðilar geta kært. 

Haft er eftir embætti ríkissaksóknara að skoðað verði í framhaldinu hverjir teljist málsaðilar og hafi kærurétt.

Ekki talinn grundvöllur til að halda rannsókn áfram

Mat­væla­stofn­un fór fram á op­in­bera rann­sókn vegna meintra brota Arctic Sea Farm á lög­um um fisk­eldi eft­ir að til­kynnt var um tvö göt á kví fyr­ir­tæk­is­ins við Kvíg­ind­is­dal í Pat­reks­firði.

Með bréfi lög­reglu­stjóra 19. des­em­ber [þriðju­dag] var rann­sókn hætt, þar sem ekki er tal­inn grund­völl­ur til að halda henni áfram, þar sem talið var að gögn máls­ins bæru ekki með sér að um­búnaður við kvína hafi verið áfátt vegna at­hafna eða at­hafna­leys­is sak­born­ings og sak­ir séu mikl­ar, í skiln­ingi 22. gr. sömu laga, eins og áskilið er,“ sagði í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum í desember. 

mbl.is