Íslendingur sagður handtekinn á Tenerife

Tenerife | 26. janúar 2024

Íslendingur sagður handtekinn á Tenerife

Lögreglan á Tenerife hefur handtekið 66 ára gamlan íslenskan ríkisborgara sem er sakaður um að hafa logið til um að hafa orðið fyrir barðinu á ræningjum og að um 8.000 evrum, sem jafngildir um 1,1 milljón kr., hafi verið stolið af greiðslukortinu hans. 

Íslendingur sagður handtekinn á Tenerife

Tenerife | 26. janúar 2024

Lögreglan segir málið geti varðað sektum eða allt að 12 …
Lögreglan segir málið geti varðað sektum eða allt að 12 mánaða fangelsi. Ljósmynd/Colourbox

Lögreglan á Tenerife hefur handtekið 66 ára gamlan íslenskan ríkisborgara sem er sakaður um að hafa logið til um að hafa orðið fyrir barðinu á ræningjum og að um 8.000 evrum, sem jafngildir um 1,1 milljón kr., hafi verið stolið af greiðslukortinu hans. 

Lögreglan á Tenerife hefur handtekið 66 ára gamlan íslenskan ríkisborgara sem er sakaður um að hafa logið til um að hafa orðið fyrir barðinu á ræningjum og að um 8.000 evrum, sem jafngildir um 1,1 milljón kr., hafi verið stolið af greiðslukortinu hans. 

Þetta kemur fram í umfjöllun fréttamiðilsins Canarian Weekly. 

Atvikið átti sér stað á suðurhluta eyjunnar. 

Lögreglan segir að kortið hafi verið notað á skemmtistað og ræddi hún í framhaldinu við starfsmenn staðarins og önnur vitni, sem og að fara yfir færslur á umræddu greiðslukorti. 

Þá segir að lögreglan hafi komist að því að Íslendingurinn, sem sé ferðamaður, hafi verið á staðnum í nokkrar klukkustundir og notað kortað margsinnis, m.a. til að kaupa fyrir aðra gesti. 

Í kjölfarið fór lögreglan farið á hótelið þar sem maðurinn gisti og þar var hann handtekinn og sakaður um að hafa vísvitandi sagt ósatt um málsatvik. 

Að sögn lögreglu getur slíkt athæfi varðað sektum eða 6-12 mánaða fangelsi. 

Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu á Íslandi þá hefur það engar upplýsingar um umrætt mál, umfram það sem komi fram í fjölmiðlum.

mbl.is