Taco veisla Ellu Stínu

Uppskriftir | 26. janúar 2024

Taco veisla Ellu Stínu

Hér er á ferðin uppskrift af ljúffengu taco með vegan kjúklingabitum sem kemur úr smiðju Elínar Kristínu Guðmundsdóttur sem þekkt er undir nafninu Ella Stína en hún er með sitt eigið fyrirtæki sem ber heitið Ella Stína og sínar eigin vegan vörur.

Taco veisla Ellu Stínu

Uppskriftir | 26. janúar 2024

Ella Stína býður fjölskyldunni oft upp á taco veislu á …
Ella Stína býður fjölskyldunni oft upp á taco veislu á föstudagskvöldum. Samsett mynd

Hér er á ferðin uppskrift af ljúffengu taco með vegan kjúklingabitum sem kemur úr smiðju Elínar Kristínu Guðmundsdóttur sem þekkt er undir nafninu Ella Stína en hún er með sitt eigið fyrirtæki sem ber heitið Ella Stína og sínar eigin vegan vörur.

Hér er á ferðin uppskrift af ljúffengu taco með vegan kjúklingabitum sem kemur úr smiðju Elínar Kristínu Guðmundsdóttur sem þekkt er undir nafninu Ella Stína en hún er með sitt eigið fyrirtæki sem ber heitið Ella Stína og sínar eigin vegan vörur.

Ella Stína heldur gjarnan taco veislu fyrir fjölskylduna um helgar og þetta er hennar uppáhaldssamsetning með vegan kjúklingabitunum. Hún notar bitana sem prótein í taco-ið. Svo má auðvitað setja hvað sem er í taco-ið og hver og einn getur valið sitt uppáhalds meðlæti.

Girnilegt taco hjá Ellu Stínu.
Girnilegt taco hjá Ellu Stínu. Ljósmynd/Ella Stína

Taco að hætti Ellu Stínu

Fyrir 4-5

  • 3 pk. kjúklingabitar frá Ellu Stínu (vegan)

Meðlæti

  • 1 stk. granateplafræ, sett í ská
  • 1 pk. El Taco Truck snakk
  • 1-2 pk. Nano Prótein Taco-vefjur
  • Ferskt salat að eigin vali.

Aðferð:

  1. Byrjið á því að gera tómatasalsa og guacamole og geymið í kæli þar til bera skal matinn á borð (sjá uppskriftir hér fyrir neðan).
  2. Takið vegan kjúklingabitana og setjið annað hvort í airfrayer eða bakarofn og hitið í um það bil 10 mínútur á 180°C hita.
  3. Skerið niður granateplið og skafið fræin úr og setjið í skál til að hafa sem meðlæti ofan á taco-ið.
  4. Setjið nachos í skál og salat í skál.
  5. Þegar vegan kjúklingabitarnir eru tilbúnir takið þá skálarnar með tómatsalsa og guacamole og berið fram á borð.

Samsetning:

  1. Raðið vegan júklingabitunum á pönnukökuna og því sem þið kjósið að vel með af meðlætinu og dressingum og rúllið upp og njótið þess að borða ljúffenga vegan vefju.

Tómatsalsa

  • 2-3 stk. tómatar ( Ellu Stína notar tómata frá Friðheimum)
  • ½ - 1 rauðlaukur
  • 1 stk. safi úr límónu
  • Salt eftir smekk
  • Handfylli ferskt kóríander, saxað smátt 

Aðferð:

  1. Allt hráefnið sett saman í skál og hrært vel saman.
  2. Geymið í kæli fyrir notkun. 

Guacamole

  • 3 stk. avókadó, stappað
  • 1 stk. skalotlaukur.
  • 3 msk. sýrður rjómi frá Qatly Imat Fraiche (í svörtu umbúðunum)
  • Salt eftir
  • ½ safi úr límónu

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið saman í skál og hrærið vel saman.
  2. Geymið í kæli fyrir notkun.
mbl.is