Vegan bollur með þeyttum hafrarjóma og hlynsíróps gljáa

Uppskriftir | 26. janúar 2024

Vegan bollur með þeyttum hafrarjóma og hlynsíróps gljáa

Er ekki lag að þjófstarta bolludeginum um helgina? Þessi uppskrift að vegan bollum er ótrúlega góð og fyrir alla. Heiðurinn af þessari uppskrift á Valgerður Gréta Gröndal, alla jafna kölluð Valla. Valla heldur úti uppskriftasíðunni Valla Gröndal og er búin að ljóstrar upp fyrstu bollu skriftinni sinni þetta árið.

Vegan bollur með þeyttum hafrarjóma og hlynsíróps gljáa

Uppskriftir | 26. janúar 2024

Fallegar og girnilegar bollurnar hennar Völlu Gröndal.
Fallegar og girnilegar bollurnar hennar Völlu Gröndal. Ljósmynd/Valla Gröndal

Er ekki lag að þjófstarta bolludeginum um helgina? Þessi uppskrift að vegan bollum er ótrúlega góð og fyrir alla. Heiðurinn af þessari uppskrift á Valgerður Gréta Gröndal, alla jafna kölluð Valla. Valla heldur úti uppskriftasíðunni Valla Gröndal og er búin að ljóstrar upp fyrstu bollu skriftinni sinni þetta árið.

Er ekki lag að þjófstarta bolludeginum um helgina? Þessi uppskrift að vegan bollum er ótrúlega góð og fyrir alla. Heiðurinn af þessari uppskrift á Valgerður Gréta Gröndal, alla jafna kölluð Valla. Valla heldur úti uppskriftasíðunni Valla Gröndal og er búin að ljóstrar upp fyrstu bollu skriftinni sinni þetta árið.

Eins og áður sagði eru þetta vegan bollur og þær eru bornar fram með þeyttum hafrarjóma og hlynsíróps gljáa. Valla penslar þær síðan með hlynsírópi og þá kemur fallegur gljái á þær auk þess sem þær verða enn betri á bragðið að hennar sögn. Hún er hér með þrenns konar fyllingar: Bounty fyllingu, berjabombu og eina klassíska með súkkulaði og dökku Nóa kroppi.

Valla er með þrjár mismunandi fyllingar í bollunum sínum.
Valla er með þrjár mismunandi fyllingar í bollunum sínum. Ljósmynd/Valla Gröndal

Vegan bollur

  • 350 g hveiti
  • 2 tsk. þurrger
  • 3/4 tsk. salt
  • 50 g sykur
  • 1 tsk. malaðar kardimommur
  • 1 tsk. kardimommudropar
  • 2 dl volgt vatn
  • ½ dl jurtaolía
  • Hlynsíróp til þess að pensla bollurnar 

Á milli:

  • 1 ferna Oatly imat vis
  • Sulta, flórsykur, vegan kókos smurálegg frá Rapunzel, súkkulaði glassúr, frostþurrkuð jarðarber

Aðferð:

  1. Blandið saman þurrefnum í hrærivélaskál og festið krókinn á.
  2. Setjið volgt vatn, kardimommudropa og olíu saman við og látið vélina vinna deigið í að minnsta kosti 5 mínútur.
  3. Látið deigið hefast í skálinni í 40 mínútur.
  4. Mótið bollur sem eru 55-60 g að þyngd.
  5. Raðið á bökunarplötu klædda bökunarpappír.
  6. Hitið ofninn í 45°C og úðið vatni úr úðabrúsa yfir bollurnar og ofninn að innan.
  7. Hefið í ofninum í 30 mínútur.
  8. Takið bollurnar út og hitið upp í 220°C.
  9. Setjið smá hlynsíróp í skál og penslið bollurnar.
  10. Bakið bollurnar í 12-15 mínútur.
  11. Eru tilbúnar þegar þær eru orðnar fallega gylltar.
  12. Kælið bollurnar á grind.
  13. Á meðan bollurnar kólna er hægt að útbúa það sem fer í þær.
  14. Valla hefur bæði prófað að þeyta rjómann og setja hann í rjómasprautu og hvoru tveggja kemur vel út.
  15. Í þetta sinn prófaði hún að bæta 1 teskeið af vanilludropum og 1 teskeið af flórsykri saman við rjómann áður en hún þeytti hann og það kom mjög vel út og passar vel með bollunum.
  16. Setjið síðan saman bollur að vild.
mbl.is