Óhjákvæmilegt að vinna vel í sér eftir fyrirsætuferil

Heilsurækt | 27. janúar 2024

Óhjákvæmilegt að vinna vel í sér eftir fyrirsætuferil

Tatiana Hallgrímsdóttir hefur mikinn áhuga á heilbrigði og næringu. Eitt af því sem hún gerir til þess að hlúa að heilsunni er að drekka beinaseyði á fastandi maga. Andleg iðkun er annars lykillinn að vellíðan Tatiönu.

Óhjákvæmilegt að vinna vel í sér eftir fyrirsætuferil

Heilsurækt | 27. janúar 2024

Tatiana Hallgrímsdóttir hefur mikinn áhuga á heilbrigði og næringu. Eitt af því sem hún gerir til þess að hlúa að heilsunni er að drekka beinaseyði á fastandi maga. Andleg iðkun er annars lykillinn að vellíðan Tatiönu.

Tatiana Hallgrímsdóttir hefur mikinn áhuga á heilbrigði og næringu. Eitt af því sem hún gerir til þess að hlúa að heilsunni er að drekka beinaseyði á fastandi maga. Andleg iðkun er annars lykillinn að vellíðan Tatiönu.

„Beinaseyði er undradrykkur sem inniheldur fjöldann allan af næringarefnum og er hátt í próteini, kollageni og amínósýrum. Það er meðal annars gott fyrir meltinguna, liðina og húðina,“ segir Tatiana þegar hún er spurð út í hugmyndina á bak við beinaseyði.

Hvernig tekur þú þetta inn?

„Ég drekk seyðið alltaf á fastandi maga og áður en ég borða morgunmat. Ég drekk einn til tvo bolla á dag en yfir vetrartímann og þegar ég er mikið að hreyfa mig þá drekk ég stundum fleiri bolla, ég drekk ekki kaffi svo seyðið kemur í staðinn. Beinaseyði er frekar bragðlítið en ég nýt þess að drekka það.“

Finnur þú mun síðan þú byrjaðir að drekka beinaseyði?

„Að drekka seyðið til viðbótar við orkuríkan og næringarríkan mat gefur mér jafnari orku yfir daginn og hjálpar auk þess með endurheimt, jafnari orka hjálpar mér svo með einbeitingu svo það er góð keðjuverkun. Svo trúi ég því að það geri mann frísklegri og sætari og þá hlýtur það að standast.“

Ertu að búa beinaseyði til sjálf eða hvar færðu það?

„Það er mjög einfalt að gera gott beinaseyði en ég spara mér sporin og kaupi það frá íslenska fyrirtækinu Bone&Marrow enda gæðin hjá þeim að mínu skapi. Ég ferðast mikið og er líka búin að finna vörumerki sem ég treysti til dæmis í Bretlandi og New York.“

Varstu mjög meðvituð um næringu og hollustu áður en þú byrjaðir að drekka beinaseyði?

„Ég hef haft mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl síðustu ár en þetta að drekka beinaseyði kom til af innsæinu. Ég hætti að borða kjöt í átta ár og byrjaði aftur þegar ég fann að það kallaði á mig. Í dag borða ég mjög mikið prótein, góða fitu og grænmeti. Svo eru það bætiefnin. Góðgerlar, Omega 3 og magnesíum er mín heilaga þrenning sem ég tek alltaf og hef gert í mörg ár en svo er ég með mismunandi jurtir í gangi hverju sinni. Þessa dagana er það burnirót á morgnana og Ashwagandha á kvöldin, ég bætti nýverið inn nautalifur í hylkjum sem er eitt besta náttúrulega fjölvítamín sem hægt er að fá. Ég er líka mjög hrifin af Lion's Mane til að skerpa hugann og tek það með reglulegu millibili.“

Leggur áherslu á að róa taugakerfið

Ertu að gera eitthvað annað til að hugsa vel um heilsuna?

„Þessa dagana hreyfi ég mig að jafnaði fimm sinnum í viku. Ég er með frábæran þjálfara, Olgu í World Class, og að hafa hvatningu og aðhald gerir gæfumuninn enda finnst mér ekkert alltaf auðvelt að mæta í ræktina. Við vinnum aðallega með styrktaræfingar, léttar lyftingar í bland við pilates og ballettæfingar og svo mæti ég í jógatíma. Andleg iðkun er þó minn helsti lykill að vellíðan og ég iðka kundalini og reyni að hugleiða á hverjum degi. Ég leitast mikið við að róa taugakerfið og er dugleg að fara í sund og sánu, gong-slökun og jóga nidra. Eins finnst mér virka vel að hlusta á „binaural beats“ í amstri dagsins, það er smá eins og nudd fyrir heilann. Ég set það í forgang að fá mikinn og góðan svefn. Síðast en ekki síst þá er ég svo heppin að eiga dásamlegan hund sem bætir og kætir allt og að vera umkringd skemmtilegu fólki, ég trúi því að hláturinn lengi lífið.“

Þú starfaðir sem fyrirsæta þegar þú varst yngri. Fannstu fyrir því að fólk nálgaðist heilsu út frá útlitsmarkmiði frekar en langtímaheilsu?

„Það sem ég sá og fann fyrir í því umhverfi var fyrst og fremst óraunhæfar kröfur. Sveiflukennt mataræði og almennt mikið óheilbrigði og jafnvel alvarlegir geðsjúkdómar. Það er ekki mikið hægt um að tala um heilbrigði í því samhengi, en að því sögðu þá finnst mér það oft raunin að stelpur í þessum bransa byrja kannski á röngum fæti en enda oft sem mjög heilbrigðar konur. Það er smá óhjákvæmilegt að vinna vel í sér eftir að hafa starfað við þetta,“ segir Tatiana.

mbl.is