Friðað einbýli falt á 520 milljónir

Heimili | 28. janúar 2024

Friðað einbýli falt á 520 milljónir

Við Laufásveg 7 í Reykjavík er að finna einstakt einbýlishús sem býr yfir ríkri sögu. Húsið er 453 fm að stærð og hefur að geyma 14 herbergi. Um mikinn dýrgrip er að ræða.

Friðað einbýli falt á 520 milljónir

Heimili | 28. janúar 2024

Laufásvegur 7 kallast Þrúðvangur og var húsið byggt 1918.
Laufásvegur 7 kallast Þrúðvangur og var húsið byggt 1918. Samsett mynd

Við Laufásveg 7 í Reykjavík er að finna einstakt einbýlishús sem býr yfir ríkri sögu. Húsið er 453 fm að stærð og hefur að geyma 14 herbergi. Um mikinn dýrgrip er að ræða.

Við Laufásveg 7 í Reykjavík er að finna einstakt einbýlishús sem býr yfir ríkri sögu. Húsið er 453 fm að stærð og hefur að geyma 14 herbergi. Um mikinn dýrgrip er að ræða.

Húsið var teiknað og byggt 1918 fyrir Margréti Zoëga af Jens Eyjólfssyni en hún flutti ekki inn fyrr en ári seinna. Margrét var ekkja Einars Zoëga veitingamanns og vildi að húsið fengi nafnið Þrúðvangur. Margrét var seinni kona Einars og stunduðu þau veitingarekstur á Vesturgötu 17 til ársins 1906, síðan í Austurstræti 12. Þau voru þekkt fyrir að láta reisa Hótel Reykjavík. Einar lést 1909 og hélt Margrét rekstrinum áfram þangað til Hótel Reykjavík brann aðfaranótt 25. apríl 1915. Árið 1921 flutti Valgerður Zoëga, dóttir Margrétar, inn í húsið ásamt eiginmanni sínum, Einar Benediktssyni skáldi, en á þessum tíma voru þau nýkomin heim frá Kaupmannahöfn. Einar og Valgerður bjuggu hjá Margréti til ársins 1928 þegar Margrét seldi Kjartani Gunnlaugssyni stórkaupmanni húsið. Hann var einn af aðaleigendum Helga Magnússonar og Co í Hafnarstræti 19. Kjartan byggði við húsið austan við það og bætti við bílskúr.

Húsið er einstakt á margan hátt en mikið er lagt í byggingu þess og hönnun. Kvistir á því minna á barokktímabilið og eru innihurðir útskornar af Ríkarði Jónssyni útskurðarmeistara með lágmyndum. Hurðir þessar teljast nú ómetanleg listaverk og eru friðlýstar ásamt stiganum.

Sigríður Harðardóttir og Páll V. Bjarnason arkitekt festu kaup á húsinu 1989 og gerðu það upp í upprunalegri mynd. Á fasteignavef mbl.is sést hversu vel hefur til tekist enda húsið ekki bara fallegt í grunninn heldur heimilið einstaklega glæsilegt í heild. Ásett verð er 520.000.000 kr.

Af fasteignavef mbl.is: Laufásvegur 7

Hér má sjá útskornar hurð sem er friðuð.
Hér má sjá útskornar hurð sem er friðuð. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is