Hér kemur ný heimagerð útgáfa af semlu sem er bæði falleg og góð og heiður af þessari útgáfu á Hanna Thorðarson ástríðubakari og keramiker. Grunnuppskriftin kemur frá sænsku hefðbundnu semlunum úr smiðju móður hennar. Hanna segir að þessar séu klárlega bestu bolludagsbollurnar. Hægt er sjá myndir af öllu ferlinu í bakstrinum á uppskriftasíðunni hennar Hönnu hér.
Hér kemur ný heimagerð útgáfa af semlu sem er bæði falleg og góð og heiður af þessari útgáfu á Hanna Thorðarson ástríðubakari og keramiker. Grunnuppskriftin kemur frá sænsku hefðbundnu semlunum úr smiðju móður hennar. Hanna segir að þessar séu klárlega bestu bolludagsbollurnar. Hægt er sjá myndir af öllu ferlinu í bakstrinum á uppskriftasíðunni hennar Hönnu hér.
„Þessi uppskrift hentar hins vegar betur fyrir þá sem eru minna fyrir marsipanið. Ef þið hafið ekki prófað að baka semlur áður þá er algjörlega þess virði að gera það núna,“ segir Hanna og lofar himneskri upplifun þegar fyrsti bitinn er tekinn.
Fallegt er að strá smá flórsykur yfir lokin.
Ljósmynd/Hanna
Semlur
- 2½ dl mjólk
- 150 g smjör
- 1 egg – við stofuhita
- 1 bréf þurrger (12 g)
- 1 tsk. steytt kardimomma, má sleppa ef vill
- 1 dl sykur
- ½ tsk. salt
- ½ tsk. hjartarsalt
- 9-10 dl hveiti
- 1 egg, til að pensla bollurnar
Aðferð:
- Byrjið á því að bræða smjör í potti
- Hellið mjólk út í og látið blönduna vera ylvolga þ.e. 37°C.
- Bætið egginu við. Hönnu finnst ágæt regla að láta smjörið bráðna alveg á meðalhita (ekki allt of hratt) og næst að setja mjólkina út í, þá ætti hitastigið að vera í lagi (ekki hærra en 37°C). Hanna settur eggið svo út í blönduna til að fá jafnt hitastig á allt hráefnið sem er fljótandi
- Setjið síðan ger, sykur, kardimomma, salt og hjartarsalt í hrærivélarskál. Bærið mjólkursmjörblöndunni saman við, ágætt að byrja á smá slurk og blanda öllu vel saman. Þá leystist þurrgerið örugglega vel upp.
- Hrærið 4 dl af hveitinu saman við með sleikju.
- Afganginum af hveitinu bætt við og hnoðað (í vél eða í höndum)
- Látið hefast í 10 mínútur, með klút yfir
- Skiptið deiginu í 4 parta og skipti svo aftur hverjum parti í tvennt. Skiptið hverjum parti í 3 parta og mótið bollur með höndunum.
- Þannig verða bollurnar 24, ef þið viljið hafa þær stærri má breyta skiptingunni
- Setjið á ofnplötu með bökunarpappír.
- Leggið klútur (viskustykki) yfir og látið hefast í 1 klukkustund.
- Hitið ofninn í 225°C (yfir- og undirhiti).
- Penslið bollurnar með hrærðu eggi og bakið í 7 til 9 mínútur.
Rjómafylling
- 150 g hvítir súkkulaðidropar eða saxað, hvítt súkkulaði
- 5 dl rjómi
- Rauður/bleikur matarlitur, má sleppa
Aðferð:
- Hitið rjómann, takið síðan pottinnn af hellunni.
- Setjið súkkulaðidropana út í og hrærið saman þar til þeir hafa allir bráðnað.
- Setjið í kæli í u.þ.b. 3 – 8 klukkustundir eða þar til blandan er orðin köld.
- Við kælinguna getur myndast súkkulaðiskán. Þá blandar hanna henni bara saman við með sleikju (getur orðið aðeins kornótt).
- Bætið við nokkrum dropum af matarlit og hrærið (má sleppa).
- Þeytið blönduna vel saman, þannig að hún verði þykk eins og þeyttur rjómi.
Glassúr
- ½ – 1 dl frosin eða fersk hindber
- 2 – 4 dl flórsykur
- Nokkrir dropar af sítrónusafa
Aðferð:
- Ef hindberin eru frosin eru þau látin þiðna svo að hægt sé að ná safanum úr þeim (ef tíminn er naumur má gera það í potti eða örbylgjuofni).
- Setjið berin í sigti og sigtið kornin frá, gott að þrýsta aðeins á svo allur safinn renni úr.
- Tilvalið að setja aðeins af því sem eftir er í sigtinu á milli í bollurnar.
- Hrærið flórsykri og nokkrum dropum af sítrónusafa saman við safann.
Samsetning:
- Það má leika sér með það hvernig bollurnar eru skornar. Það má skera þríhyrning eða láta efri helminginn vera mun minni þannig að í báðum tilvikum er efri hlutinn eins og hattur, sjá myndir á heimasíðu Hönnu. Sumir taka jafnvel aðeins úr efri hlutanum þannig að hatturinn tolli betur (ekki nauðsynlegt).
- Svo má bara líka skera bollurnar í tvennt
- Sumum finnst nóg að hafa sæta rjómann á milli en það er upplagt að nota hindberjakrapið úr sigtinu
- Setjið rjómafyllinguna á milli eða sprautið rjómafyllinguna með rjómasprautu.
- Smyrjið glassúr ofan á efri hlutann (á undan eða eftir).
- Síðan er alltaf fallegt að strá aðeins af flórsykri yfir í lokin.
- Loks er það bara að njóta bollunnar.