„Snjóruðningur er okkar versti óvinur“

Óveður í janúar 2024 | 29. janúar 2024

„Snjóruðningur er okkar versti óvinur“

Strætó glímir um þessar mundir við sinn versta óvin, snjóruðninginn, sem gerir bæði vögnunum erfiðara um vik að komast á milli staða, auk þess sem erfiðara er fyrir farþega að komast inn í vagna.

„Snjóruðningur er okkar versti óvinur“

Óveður í janúar 2024 | 29. janúar 2024

Snjóruðningar við strætóskýli gera farþegum erfiðara að komast inn í …
Snjóruðningar við strætóskýli gera farþegum erfiðara að komast inn í vagnana. mbl.is/Kristinn Magnússon

Strætó glímir um þessar mundir við sinn versta óvin, snjóruðninginn, sem gerir bæði vögnunum erfiðara um vik að komast á milli staða, auk þess sem erfiðara er fyrir farþega að komast inn í vagna.

Strætó glímir um þessar mundir við sinn versta óvin, snjóruðninginn, sem gerir bæði vögnunum erfiðara um vik að komast á milli staða, auk þess sem erfiðara er fyrir farþega að komast inn í vagna.

Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir um áratugavandamál að ræða þegar hann er spurður hvort Strætó hafi borist kvartanir um mikinn snjóruðning á stoppistöðvum Strætó, enda hafi mbl.is fengið ábendingar þess efnis. 

„Þetta er eitthvað sem við gerum ráð fyrir að aðlögum okkur að,“ segir Jóhannes.

Frá stoppistöð Strætó í síðustu viku.
Frá stoppistöð Strætó í síðustu viku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýta sér síður ferðir Strætó í vondu veðri

Að sögn Jóhannesar er Strætó samt sem áður í forgangi þegar kemur að snjómokstri, bæði er varðar stoppistöðvar og akstursleiðir. Hins vegar sé hönnun gatna stundum þannig að erfitt sé að ryðja snjónum þannig að hann sé ekki fyrir vegfarendum. 

Jóhannes gagnrýnir þó ekki þá sem sjá um snjómokstur heldur segir þá vera að reyna sitt besta og á þar við Vegagerðina, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög. 

Spurður hvort snjóruðningur við stoppistöðvar Strætó hafi áhrif á fjölda farþega þann daginn, segir Jóhannes erfitt að segja til um það. Hins vegar sé vitað mál að farþegar nýti sér síður ferðir Strætó í vondu veðri. 

Verra sé þó að aðgengi inn í vagnana skerðist mikið og því geti ekki allir nýtt sér ferðir Strætó, segir Jóhannes og tekur hreyfihamlaða sem dæmi.

mbl.is