Spillingarlögreglan í Namibíu staðfestir í samtali við fréttamiðilinn Namibian að íslenskir rannsakendur og saksóknarar, sem nú eru staddir í Namibíu séu þar til að aðstoða namibísk stjórnvöld við að afhjúpa hugsanlega aðkomu íslenska sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja og viðkomandi einstaklinga þess að meintum brotum félagsins í Namibíu.
Spillingarlögreglan í Namibíu staðfestir í samtali við fréttamiðilinn Namibian að íslenskir rannsakendur og saksóknarar, sem nú eru staddir í Namibíu séu þar til að aðstoða namibísk stjórnvöld við að afhjúpa hugsanlega aðkomu íslenska sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja og viðkomandi einstaklinga þess að meintum brotum félagsins í Namibíu.
Spillingarlögreglan í Namibíu staðfestir í samtali við fréttamiðilinn Namibian að íslenskir rannsakendur og saksóknarar, sem nú eru staddir í Namibíu séu þar til að aðstoða namibísk stjórnvöld við að afhjúpa hugsanlega aðkomu íslenska sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja og viðkomandi einstaklinga þess að meintum brotum félagsins í Namibíu.
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfesti í samtali við mbl.is fyrir helgina að fimm starfsmenn héraðssaksóknara væru staddir í Namibíu en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um tilgang ferðarinnar eða erindi starfsmannanna þar í landi.
Ekki hefur náðst í Ólaf Þór í dag en heimildir mbl.is herma að samtals séu sex Íslendingar staddir í Namibíu vegna málsins.
Paulus Noa, framkvæmdastjóri spillingarlögreglunnar, segir við Namibian að íslenska teymið aðstoði namibísk stjórnvöld við að afhjúpa hugsanlegra aðkomu Samherja og einstaklinga tengda fyrirtækinu í meintum brotum þess þar í landi.
Er fyrirtækið sagt hafa mútað namibískum embættismönnum og stjórnendum sjávarútvegsfyrirtækja til að fá hagstæða meðferð og aðgang að fiskimiðum við strendur Namibíu.
„Rannsakendur og héraðssaksóknarar frá Íslandi eru hér til að hitta starfsbræður, embættismenn frá spillingarlögreglunni. Ástæðan fyrir því að þeir eru í Namibíu er sú að á Íslandi eru þeir að rannsaka ásakanir um Fishrot-spillinguna til að komast að því hvort landar þeirra og eða fyrirtæki, sem eru bendluð við þetta mál, hafi í raun verið viðriðin spillingarmálið,“ segir Noa við namibian.com.
Noa bætir við að markmiðið sé að afhjúpa sönnunargögn og tryggja að einstaklingar sem eru bendlaðir við málið verði sóttir til saka, óháð þjóðerni þeirra og samkvæmt lagaumgjörðum beggja þjóða.
„Í þeirra landi er þetta spillingarmál líka glæpur og ef þeir finna sönnunargögn sem benda til þeirra eigin ríkisborgara, þá munu þeir örugglega lögsækja þá líka. Namibíska sendinefndin hefur líka heimsótt Ísland í tengslum við þetta Fishrot-mál,“ segir hann.
Í frétt Namibian kemur fram að fyrir ári síðan hafi namibísk sendinefnd undir forystu Netumbo Nandi-Ndaitwah aðstoðarforsætisráðherra komið til Íslands til að sannfæra ákæruyfirvöld á Íslandi um að samþykkja framsal yfirmanna Samherja.
Héraðssaksóknari hefur haft mál Samherja til rannsóknar í rúm fjögur ár en Ólafur Þór sagði í samtali við mbl.is í nóvember 2022 að rannsóknin væri vel á veg komin. Samkvæmt heimildum mbl.is hefur enginn verið boðaður í skýrslutöku hér á landi síðan þá, en átta manns hafa haft réttarstöðu sakbornings í málinu.