Aflýsa fundi um samgöngumál vegna veðurteppts ráðherra

Óveður í janúar 2024 | 30. janúar 2024

Aflýsa fundi um samgöngumál vegna veðurteppts ráðherra

Íbúafundi um samgöngumál í Vestmannaeyjum hefur verið aflýst í kjölfar þess að Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er veðurtepptur í Reykjavík.

Aflýsa fundi um samgöngumál vegna veðurteppts ráðherra

Óveður í janúar 2024 | 30. janúar 2024

Sigurður Ingi komst ekki til Eyja vegna veðurs.
Sigurður Ingi komst ekki til Eyja vegna veðurs. Samsett mynd/Eyþór/Eggert

Íbúafundi um samgöngumál í Vestmannaeyjum hefur verið aflýst í kjölfar þess að Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er veðurtepptur í Reykjavík.

Íbúafundi um samgöngumál í Vestmannaeyjum hefur verið aflýst í kjölfar þess að Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er veðurtepptur í Reykjavík.

Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir:

„Samgöngur milli lands og Eyja voru með þeim hætti í dag að þær hentuðu ekki ráðherranum. Þó er rétt að geta þess að bæði var siglt og flogið til Eyja í morgun. Ráðherrann hafði ætlað sér að koma með flugi kl 17 en því var aflýst vegna veðurs. Forstjóri Vegagerðarinnar kom með Herjólfi frá Þorlákshöfn í morgun en engu að síður þykir rétt að fresta fundinum úr því að hinn pólitíski ábyrgðarmaður samgangnanna getur ekki sótt hann. Fundurinn verður auglýstur þegar ný tímasetning hefur fundist.“

Ekki fýluferð fyrir vegamálastjóra

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, ræddi við mbl.is en áætlað var að hún færi með erindi og sæti í pallborðsumræðum á fundinum. Hún kveðst ekki hafa fengið fregnir af nýrri tímasetningu fundar, að svo stöddu.  

„Ég hef ekki haft aðrar fréttir af þessu en að hann var veðurtepptur, maður sá það svo sem alveg að bakkarnir gengu hérna yfir,“ segir Bergþóra en hún og förunautar hennar komust til Eyja með Herjólfi í morgun. 

Er blaðamaður mbl.is náði á Bergþóru mátti heyra í fólki í bakgrunninum og kvaðst Bergþóra að sjálfsögðu nýta ferðina til að ræða við ýmsa hagaðila og bæjarráð, þrátt fyrir að fundinum hafi verið aflýst.

Ferðin sé því ekki fýluferð enda alltaf betra að hittast og ræða málin í persónu.

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, fór með Herjólfi í morgun og …
Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, fór með Herjólfi í morgun og nýtir daginn í að ræða um samgöngumál. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vestmannaeyingar þreyttir

Bergþóra segist skynja að Vestmannaeyingar séu þreyttir á stöðinni, eins og við megi búast þegar fólk búi við óáreiðanlegar samgöngur.

„Maður heyrir það að fólk er þreytt og þetta er auðvitað erfið staða,“ segir Bergþóra.

Spurð hvort það sé lýsandi fyrir stöðuna í Vestmanneyjum að fundi um samgöngumál sé aflýst vegna þess að fundargestur sé veðurtepptur segir Bergþóra veturinn í ár alla vega hafa verið mikla áskorun í þróun Vegagerðarinnar á höfninni.

Segir hún þróun hafnarinnar risavaxið verkefni og þörf á að þróa betri aðferðir, enda hafi veturinn reynst Vegagerðinni og verktaka þeirra erfiður. 

Höfnin í Vestmannaeyjum.
Höfnin í Vestmannaeyjum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is