Gengið vel þrátt fyrir hríðarél í bænum

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 30. janúar 2024

Gengið vel þrátt fyrir hríðarél í bænum

Verðmætabjörgun í Grindavík hefur gengið vel í dag og lítið hefur verið um vandamál, að sögn Einars Sveins Jónssonar, slökkviliðsstjóra Grindavíkur.

Gengið vel þrátt fyrir hríðarél í bænum

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 30. janúar 2024

Lokunarpóstur viðbragðsaðila skammt frá Bláa lóninu.
Lokunarpóstur viðbragðsaðila skammt frá Bláa lóninu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verðmætabjörgun í Grindavík hefur gengið vel í dag og lítið hefur verið um vandamál, að sögn Einars Sveins Jónssonar, slökkviliðsstjóra Grindavíkur.

Verðmætabjörgun í Grindavík hefur gengið vel í dag og lítið hefur verið um vandamál, að sögn Einars Sveins Jónssonar, slökkviliðsstjóra Grindavíkur.

„Það gengur á með hríðaréljum en umferðin hefur gengið vel,” segir Einar Sveinn, sem reiknar með því að björguninni ljúki um fimmleytið í dag þegar seinna holl Grindvíkinga hefur lokið sér af.

Viðbragðsaðilar að störfum við lokunarpóst í gær.
Viðbragðsaðilar að störfum við lokunarpóst í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum með viðbragðsteymi í hverju hólfi og bregðumst við ef fólk þarf aðstoð. Við erum til taks og vinnum þetta í sameiningu,” greinir hann frá.

Alls eru um 70 viðbragðsaðilar að störfum í bænum. Inni í þeirri tölu eru iðnaðarmenn sem bregðast við ef upp koma vatnslekar eða rafmagnsvandamál.

Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík.
Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einar Sveinn segir óvíst hvort farið verður í verðmætabjörgun á morgun vegna slæmrar veðurspár. Hugsanlega verður henni frestað um einn sólarhring.

Hann segir aðspurður að einnig hafi gengið vel við björgunina í gær. „Við reynum allt sem við getum svo að fólk komist heim til sín í sínar eignir,” bætir hann við.

mbl.is