Gular viðvaranir eru á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði fram eftir degi og fram á morgun.
Gular viðvaranir eru á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði fram eftir degi og fram á morgun.
Gular viðvaranir eru á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði fram eftir degi og fram á morgun.
Á höfuðborgarsvæðinu tekur gul viðvörun gildi klukkan 12 og stendur til klukkan 19 vegna vestan hvassviðris og dimmra élja. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum og færð getur spillst.
Á Suðurlandi og á Faxaflóka tekur gul viðvörun gildi klukkan 12 og gildir til klukkan 19 en á þessu svæði er spáð vestan hvassvirði með dimmum éljum. Þar má líka búast við erfiðum akstursskilyrðum og færðin getur spillst.
Á Breiðafirði tekur gul viðvörun gildi klukkan og er til klukkan 17 af sömu ástæðum.
Á morgun má búast við vestan kalda eða strekkingi og áframhaldandi éljum en um og eftir hádegi er útlit fyrir að það hvessi á sunnanverðu landinu. Útlit er fyrir hvassviðri eða storm þar seinnipartinn og varasamt ferðaveður.