Gular viðvaranir fram eftir degi á morgun

Óveður í janúar 2024 | 30. janúar 2024

Gular viðvaranir fram eftir degi á morgun

Gular viðvaranir eru á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði fram eftir degi og fram á morgun.

Gular viðvaranir fram eftir degi á morgun

Óveður í janúar 2024 | 30. janúar 2024

Búast má við hvassviðri og dimmum éljum á vesturhelmingi landsins …
Búast má við hvassviðri og dimmum éljum á vesturhelmingi landsins í dag. mbl.is/Arnþór

Gular viðvaranir eru á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði fram eftir degi og fram á morgun.

Gular viðvaranir eru á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði fram eftir degi og fram á morgun.

Á höfuðborgarsvæðinu tekur gul viðvörun gildi klukkan 12 og stendur til klukkan 19 vegna vestan hvassviðris og dimmra élja. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum og færð getur spillst.

Á Suðurlandi og á Faxaflóka tekur gul viðvörun gildi klukkan 12 og gildir til klukkan 19 en á þessu svæði er spáð vestan hvassvirði með dimmum éljum. Þar má líka búast við erfiðum akstursskilyrðum og færðin getur spillst.

Á Breiðafirði tekur gul viðvörun gildi klukkan og er til klukkan 17 af sömu ástæðum.

Á morg­un má bú­ast við vest­an kalda eða strekk­ingi og áfram­hald­andi élj­um en um og eft­ir há­degi er út­lit fyr­ir að það hvessi á sunn­an­verðu land­inu. Útlit er fyr­ir hvassviðri eða storm þar seinnipart­inn og vara­samt ferðaveður.

Veðurvefur mbl.is

Vindaspá klukkan 12 á morgun.
Vindaspá klukkan 12 á morgun. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is