„Líktu ástandinu við stríð í bíómynd“

Óveður í janúar 2024 | 30. janúar 2024

„Líktu ástandinu við stríð í bíómynd“

Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðinu í Bláfjöllum, segir að betur hafi farið en á horfðist í byrjun varðandi tjón á skíðalyftum í kjölfar eldinga á svæðinu um hádegisbilið í gær.

„Líktu ástandinu við stríð í bíómynd“

Óveður í janúar 2024 | 30. janúar 2024

Mikil eldingaveður var í Bláfjöllum í gær.
Mikil eldingaveður var í Bláfjöllum í gær. mbl.is/Óttar

Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðinu í Bláfjöllum, segir að betur hafi farið en á horfðist í byrjun varðandi tjón á skíðalyftum í kjölfar eldinga á svæðinu um hádegisbilið í gær.

Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðinu í Bláfjöllum, segir að betur hafi farið en á horfðist í byrjun varðandi tjón á skíðalyftum í kjölfar eldinga á svæðinu um hádegisbilið í gær.

Nokkrum eldingum laust niður í Bláfjöllum í gær og segir Einar að starfsmönnum sem voru á svæðinu hafi vitaskuld brugðið við.

Hlupu í skjól

„Starfsmennirnir sem voru að vinna líktu ástandinu við stríð í bíómynd og að þeir hafi allir hlaupið inn í skjól. Þeir sögðu að það hafi verið svakalegur hávaði, en samhliða eldingunum komu þrumur,“ segir Einar við mbl.is.

Einar ásamt starfsmönnum hafa verið frá því í morgun að kanna ástandið og yfirfara skíðalyftur og tæki. Hann segir að Míla og Isavia séu með einhvern búnað á svæðinu og rafmagnsleysi hafi sett strik í reikninginn hjá þeim. Hann vonast til að allir aðilar sleppi með lágmarkskostnað.

Erum að sleppa ótrúlega vel

„Við virðumst vera að sleppa betur en á horfðist. Mér sýnist á öllu að stólalyfturnar séu komnar í lag og við séum þannig að losna við mikinn kostnað. Við erum að byrja að fara yfir aðrar lyftur á svæðinu og það má alveg búast við þurfum einhverja varahluti. Ég held samt að við séum að sleppa ótrúlega vel miðað við þegar við fengum síðast svona eldingar á svæðinu,“ segir Einar.

Skíðasvæðið var lokað í gær og Einari sýnist að það verði lokað næstu daga. 

„Mér sýnist samkvæmt veðurspám að það verði ekkert að gerast hér fyrr en á sunnudaginn. Það er skítaspá framundan,“ segir Einar.

mbl.is