Loka fyrir aðgang að Grindavík á morgun

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 30. janúar 2024

Loka fyrir aðgang að Grindavík á morgun

Grindvíkingar fá ekki að vitja eigna sinna í bænum á morgun. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að gul viðvörun verði í gildi á svæðinu á morgun og því ekki hægt að hleypa fólki inn í bæinn. 

Loka fyrir aðgang að Grindavík á morgun

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 30. janúar 2024

Gul viðvörun verður í gildi á morgun og því ekki …
Gul viðvörun verður í gildi á morgun og því ekki hægt að hleypa fólki inn í Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grindvíkingar fá ekki að vitja eigna sinna í bænum á morgun. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að gul viðvörun verði í gildi á svæðinu á morgun og því ekki hægt að hleypa fólki inn í bæinn. 

Grindvíkingar fá ekki að vitja eigna sinna í bænum á morgun. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að gul viðvörun verði í gildi á svæðinu á morgun og því ekki hægt að hleypa fólki inn í bæinn. 

Gerir veðurspáin ráð fyrir vestan hvassviðri eða stormi með dimmum éljum.

„Erfið aksturskilyrði og færð getur spillst og því er talið óforsvaranlegt að halda því plani sem búið var kynna og ákveða að íbúum og fyrirtækjum verður ekki gefinn kostur á að fara inn til Grindavíkur á morgun, miðvikudaginn 31.janúar,“ segir í tilkynningunni. 

Þau sem nú þegar hafa sótt um aðgang inn á island.is þurfa ekki að sækja um aftur að því er segir í tilkynningunni. 

QR-kóðinn fyrir þau sem áttu tíma á morgun kemur þá seinna, eða annað kvöld. Fyrir þau sem eiga tímann seinnipartinn fá þá QR-kóðann samdægurs (um morguninn).

mbl.is