Þetta eru dýrustu eignirnar í Kópavogi

Heimili | 30. janúar 2024

Þetta eru dýrustu eignirnar í Kópavogi

Á fasteignavef mbl.is eru fjölbreyttar eignir til sölu í Kópavogi af hinum ýmsu stærðum og gerðum, en þær eru allt frá 47 fm yfir í 659 fm og á verðbilinu 44,9 til 260 milljónir. 

Þetta eru dýrustu eignirnar í Kópavogi

Heimili | 30. janúar 2024

Þetta eru fimm dýrustu eignirnar í Kópavogi!
Þetta eru fimm dýrustu eignirnar í Kópavogi! Samsett mynd

Á fasteignavef mbl.is eru fjölbreyttar eignir til sölu í Kópavogi af hinum ýmsu stærðum og gerðum, en þær eru allt frá 47 fm yfir í 659 fm og á verðbilinu 44,9 til 260 milljónir. 

Á fasteignavef mbl.is eru fjölbreyttar eignir til sölu í Kópavogi af hinum ýmsu stærðum og gerðum, en þær eru allt frá 47 fm yfir í 659 fm og á verðbilinu 44,9 til 260 milljónir. 

Smartland tók saman lista yfir fimm dýrustu eignirnar sem eru til sölu í Kópavogi í dag, en þær eiga það sameiginlegt að vera afar tignarlegar og rúmgóðar. 

Sæbólsbraut 42 

Við Sæbólsbraut á Kársnesinu er til sölu glæsilegt 478 fm einbýli sem reist var árið 1984. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni og er með 12,5 m langri innisundlaug, heitum potti, heimabíósal og einstöku útsýni yfir Fossvogsdalinn. 

Ásett verð er 260 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Sæbólsbraut 42

Árið 2001 var húsið endurhannað og stækkað með samþykki Kjartans.
Árið 2001 var húsið endurhannað og stækkað með samþykki Kjartans. Ljósmyndir/Fasteignaljósmyndun.is

Vatnsendablettur 722

Við Vatnsendablett á Vatnsenda er til sölu tignarlegt 342 fm einbýli sem var byggt árið 2021. Aukin lofthæð og gólfsíðir gluggar gefa eigninni mikinn glæsibrag, en frá húsinu er fallegt útsýni yfir Elliðavatn og til fjalla. 

Ásett verð er 257 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Vatnsendablettur 722

Húsið státar af fjórum svefnherbergjum og einu baðherbergi.
Húsið státar af fjórum svefnherbergjum og einu baðherbergi. Ljósmyndir/Fasteignaljósmyndun.is

Fróðaþing 3

Við Fróðaþing á Vatnsenda er til sölu reisulegt 382 fm einbýli sem reist var árið 2008. Húsið er á tveimur hæðum og stendur á 750 fm lóð með skjólsælli viðarverönd og heitum potti. 

Ásett verð er 235 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Fróðaþing 3

Í húsinu er innfelld lýsing og innbyggt ryksugukerfi.
Í húsinu er innfelld lýsing og innbyggt ryksugukerfi. Ljósmyndir/Fasteignaljósmyndun.is

Gnitaheiði 2

Við Gnitaheiði á Digranesinu er til sölu flott 366 fm einbýli sem var byggt árið 2001. Húsið er á tveimur hæðum og stendur á 958 fm lóð. Á efri hæðinni er góð lofthæð og fallegt útsýni, en við húsið má einnig finna snyrtilega verönd með heitum potti. 

Ásett verð er 235 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Gnitaheiði 2

Alls eru sex svefnherbergi og tvö baðherbergi í húsinu.
Alls eru sex svefnherbergi og tvö baðherbergi í húsinu. Ljósmyndir/Fasteignaljósmyndun.is

Álmakór 13

Við Álmakór í Kórahverfinu er til sölu stílhreint 264 fm einbýli sem reist var árið 2016. Húsið er á þremur pöllum og státar af þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, þar af er glæsilegt baðherbergi hannað af Berglindi Berndsen innanhúsarkitekt með útgengi út á pall með heitum potti. 

Ásett verð er 230 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Álmakór 13

Frá húsinu er flott útsýni.
Frá húsinu er flott útsýni. Samsett mynd
mbl.is