Árekstrar og fastir bílar: „Það er bálhvasst“

Óveður í janúar 2024 | 31. janúar 2024

Árekstrar og fastir bílar: „Það er bálhvasst“

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að nokkrar tilkynningar hafi borist vegna árekstra og fastra bíla á á Suðurnesjum, þá sérstaklega á Nesvegi sem nú er búið að loka.

Árekstrar og fastir bílar: „Það er bálhvasst“

Óveður í janúar 2024 | 31. janúar 2024

Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að nokkrar tilkynningar hafi borist vegna árekstra og fastra bíla á á Suðurnesjum, þá sérstaklega á Nesvegi sem nú er búið að loka.

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að nokkrar tilkynningar hafi borist vegna árekstra og fastra bíla á á Suðurnesjum, þá sérstaklega á Nesvegi sem nú er búið að loka.

„Það er bara viðsjárvert veður og óheppilegt til aksturs í augnablikinu,“ segir Úlfar í samtali við mbl.is.

Úlfar segir lögregluna á Suðurnesjum ítreka það að fólk eigi helst ekki að vera á ferðinni nema nauðsyn krefji, og þá sérstaklega ekki á illa útbúnum bílum.

Suðurstrandarvegur lokaður

Vindur er yfir 20 metra á sekúndu á Suðurnesjum og vindhviður geta farið upp í 28 metra á sekúndu.

„Það er bara bálhvasst og í sjálfu sér lítið ferðaveður,“ segir Úlfar.

Suðurstrandarvegurinn er lokaður að sögn Úlfars og Reykjanesbrautin er lokuð á milli Grindavíkurafleggjara og að Fitjum í Reykjanesbæ.

Færðin á suðvesturlandi.
Færðin á suðvesturlandi. Kort/Vegagerðin
mbl.is