Starfsmenn vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar eru við öllu viðbúnir í dag en uppúr hádegi brestur á með vestan hvassviðri og dimmum éljum suðvestanlands og viðbúið er að færð geti spillst.
Starfsmenn vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar eru við öllu viðbúnir í dag en uppúr hádegi brestur á með vestan hvassviðri og dimmum éljum suðvestanlands og viðbúið er að færð geti spillst.
Starfsmenn vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar eru við öllu viðbúnir í dag en uppúr hádegi brestur á með vestan hvassviðri og dimmum éljum suðvestanlands og viðbúið er að færð geti spillst.
„Það liggur fyrir að færðin gæti spillst í dag og við erum alveg viðbúnir því,“ segir Eiður Fannar Erlendsson, yfirmaður vetrarþjónustunnar í Reykjavík, við mbl.is.
Eiður segir að unnið hafi verið að því í morgun að flytja snjó í burtu og svo pláss verði fyrir meiri snjó til að ryðja og eins að breikka götur.
„Þegar skyggni fer að verða slæmt þá er erfitt að vera með slíka vinnu í gangi enda eru vörubílar og gröfur sem taka þátt í þessari vinnu. Við munum þá einbeita okkur að því að reyna að halda stofn- og tengibrautunum opnum. Við erum með öll tæki tiltæk og við erum alveg tilbúnir í ágjöf,“ segir Eiður.
Hann sér ekki fram á að formleg hreinsun í húsagötum geti hafist fyrr en veðrið gangi niður eða jafnvel í fyrramálið ef svo beri undir.
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir:
„Vetrarþjónustan í Reykjavík mun leitast við að halda aðalleiðum opnum á meðan þessu stendur en gott er að skipuleggja ferðir sínar í dag til að síðdegisumferðin verði ekki veruleg. Metið verður hvernig staðan verður í húsagötum og hvenær aðal snjómoksturinn fer fram þar.
Þegar gul viðvörun stendur yfir, þá eiga foreldrar og starfsfólk skóla að meta stöðuna, samkvæmt ráðleggingum almannavarna. Almenna ráðleggingin er að vera ekki á ferðinni á meðan viðvörunin stendur yfir. Farið varlega.“