Gul viðvörun tekur gildi á suðvestanverðu landinu nú í hádeginu og stendur fram á seinni part, en þá tekur við gul viðvörun á Suðausturlandi sem stendur fram á kvöld. Veðurstofan varar við varasömum ferðaaðstæðum á þessum slóðum vegna dimmra élja og skafrennings.
Gul viðvörun tekur gildi á suðvestanverðu landinu nú í hádeginu og stendur fram á seinni part, en þá tekur við gul viðvörun á Suðausturlandi sem stendur fram á kvöld. Veðurstofan varar við varasömum ferðaaðstæðum á þessum slóðum vegna dimmra élja og skafrennings.
Gul viðvörun tekur gildi á suðvestanverðu landinu nú í hádeginu og stendur fram á seinni part, en þá tekur við gul viðvörun á Suðausturlandi sem stendur fram á kvöld. Veðurstofan varar við varasömum ferðaaðstæðum á þessum slóðum vegna dimmra élja og skafrennings.
Búast má við miklu skafrenningskófi og skyggni verður um tíma um og innan við 100 metrar, einkum frá Borgarnesi og austur fyrir Vík en ekki síst á Suðurnesjum og á Höfuðborgarsvæðinu.
Það brestur á með vestanátt 15 til 22 metrum á sekúndu suðvestanlands um og upp úr hádegi og gera má ráð fyrir að slagviðrið gangi yfir á um þremur klukkustundum. Bæði verður blint og hætt við verulegri ófærð jafnt innanbæjar sem og úti á vegum.
Vegagerðin segir að vetrarfærð verði um allt land í dag og víða verulega skert skyggni, sérstaklega á fjallvegum. Þá er varað við því að milli klukkan 9 og 20 í kvöld gæti vegum verið lokað með stuttum fyrirvara. Biður Vegagerðin vegfarendur um að vera ekki á ferðinni nema að brýna nauðsyn beri að.