Hagnaður Novo Nordisk jókst um 51%

Ozempic | 31. janúar 2024

Hagnaður Novo Nordisk jókst um 51%

Hagnaður danska lyfjaframleiðandans Novo Nordisk jókst á síðasta ári um 51% miðað við árið 2022. Ástæðan er einkum mikil sala á sykursýkis- og offitulyfjum, sem fyrirtækið framleiðir en Novo Nordisk er nú verðmætasta fyrirtæki í Evrópu.

Hagnaður Novo Nordisk jókst um 51%

Ozempic | 31. janúar 2024

AFP

Hagnaður danska lyfjaframleiðandans Novo Nordisk jókst á síðasta ári um 51% miðað við árið 2022. Ástæðan er einkum mikil sala á sykursýkis- og offitulyfjum, sem fyrirtækið framleiðir en Novo Nordisk er nú verðmætasta fyrirtæki í Evrópu.

Hagnaður danska lyfjaframleiðandans Novo Nordisk jókst á síðasta ári um 51% miðað við árið 2022. Ástæðan er einkum mikil sala á sykursýkis- og offitulyfjum, sem fyrirtækið framleiðir en Novo Nordisk er nú verðmætasta fyrirtæki í Evrópu.

Novo Nordisk, sem er orðið aldargamalt, skilaði 83,7 milljarða danskra króna hagnaði á síðasta ári, jafnvirð nærri 1.700 milljarða íslenskra króna. Sala á sykursýkis- og offitulyfjum fyrirtækisins jókst um 42% á milli ára. 

„Við erum mjög ánægð með árangurinn árið 2023 sem endurspeglar að yfir 40 milljónir manna njóta nú góðs af framsæknum sykursýkis- og offitumeðferðum okkar,“ segir Lars Fruergaard Jørgensen, forstjóri í tilkynningu. 

Novo Nordisk framleiðir lyfið Ozempic, sem er skilgreint sem sykursýkislyf en virkar einnig sem megrunarlyf. Þá framleiðir fyrirtækið einnig lyfið Wegovy, sem inniheldur sama virka efnið og Ozempic og bandaríska lyfjaeftirlitið hefur samþykkt sem offitulyf. 

mbl.is