Ökutæki föst víða og nokkur umferðaróhöpp

Óveður í janúar 2024 | 31. janúar 2024

Ökutæki föst víða og nokkur umferðaróhöpp

Ökutæki eru föst víðsvegar á svæði lögreglunnar á Suðurnesjum, bæði innanbæjar og utanbæjar. Þá hafa orðið nokkur umferðaróhöpp sem rekja má til veðurs og slæms skyggnis. Biðlar lögreglan til íbúa að halda sig heima nema nauðsyn sé rétt á meðan veðrið gengur yfir.

Ökutæki föst víða og nokkur umferðaróhöpp

Óveður í janúar 2024 | 31. janúar 2024

Veðurskilyrði á Reykjanesbraut eru ekki góð sem stendur.
Veðurskilyrði á Reykjanesbraut eru ekki góð sem stendur. Ljósmynd/Vegagerðin

Ökutæki eru föst víðsvegar á svæði lögreglunnar á Suðurnesjum, bæði innanbæjar og utanbæjar. Þá hafa orðið nokkur umferðaróhöpp sem rekja má til veðurs og slæms skyggnis. Biðlar lögreglan til íbúa að halda sig heima nema nauðsyn sé rétt á meðan veðrið gengur yfir.

Ökutæki eru föst víðsvegar á svæði lögreglunnar á Suðurnesjum, bæði innanbæjar og utanbæjar. Þá hafa orðið nokkur umferðaróhöpp sem rekja má til veðurs og slæms skyggnis. Biðlar lögreglan til íbúa að halda sig heima nema nauðsyn sé rétt á meðan veðrið gengur yfir.

Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar á Facebook, en þar er jafnframt vísað til þess að vegurinn á milli Garðs og Sandgerðis sé verulega slæmur og ekkert skyggni þar. 

Lokað hefur verið fyrir umferð um Hellisheiði og Þrengsli og á Reykjanesbraut vestan Grindavíkurvegar. 

Gul viðvörun er í gildi á sunnan- og suðvestanverðu landinu.

mbl.is