Verkfræðingurinn og áhrifavaldurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir birti á dögunum færslu með mikilvægri áminningu sem vakti mikla lukku á Instagram.
Verkfræðingurinn og áhrifavaldurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir birti á dögunum færslu með mikilvægri áminningu sem vakti mikla lukku á Instagram.
Verkfræðingurinn og áhrifavaldurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir birti á dögunum færslu með mikilvægri áminningu sem vakti mikla lukku á Instagram.
„Reminder að sixpackmagar og ræktarrassar eru oft með ástarvængi og appelsínuhúð. Ps: getum við öll verið sammála um að low rise ræktarbuxur þurfa aldrei að koma aftur í tísku? (bless 2012),“ skrifaði hún í færslunni og birti röð af samsettum myndum sem sýna ólíkt sjónarhorn af sama líkamanum.
Af viðbrögðunum að dæma virtust margir þurfa á þessari áminningu að halda og vakti færsla Katrínar Eddu því mikla lukku meðal fylgjenda hennar. Einn fylgjandinn skrifaði: „Ætla að vista þetta og sýna 14 ára dóttur minni þetta. Takk!“ á meðan annar skrifaði: „Þetta er svo geggjaður póstur! Og ég vona að hann nái til ALLRA ungra stúlkna um land allt (og þeirra eldri líka)“
Á undanförnum árum hefur færst í aukana að áhrifavaldar um allan heim birti færslur eins og Katrín Edda birti. Slíkar færslur vekja oftar en ekki mikla lukku, en notendur samfélagsmiðla virðast margir hverjir vera orðnir þreyttir á að sjá einungis glansmynd áhrifavalda á miðlinum og kunna því að meta notendur sem sýna hráan raunveruleikann.
Fleiri áhrifavaldar hafa birt myndir eins og Katrín Edda þar sem þeir sýna raunveruleikann og hvernig líkaminn lítur út þegar hann er ekki uppstilltur og ekki undir réttri lýsingu.
Breski áhrifavaldurinn Haylay Madigan hefur verið dugleg að deila myndum af líkama sínum frá mismunandi sjónarhornum. Þá hafa áhrifavaldurinn Bree Lenehan og Biggest Looser-þjálfarinn Jen Widerstrom einnig birt slíkar myndir