Reykjanesbraut opin

Óveður í janúar 2024 | 31. janúar 2024

Reykjanesbraut opin

Opnað hefur verið fyrir umferð um Reykjanesbraut á ný en loka þurfti brautinni á öðrum tímanum í dag vegna veðurs.

Reykjanesbraut opin

Óveður í janúar 2024 | 31. janúar 2024

Frá Reykjanesbraut.
Frá Reykjanesbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Opnað hefur verið fyrir umferð um Reykjanesbraut á ný en loka þurfti brautinni á öðrum tímanum í dag vegna veðurs.

Opnað hefur verið fyrir umferð um Reykjanesbraut á ný en loka þurfti brautinni á öðrum tímanum í dag vegna veðurs.

Frá þessu er greint á umferdin.is en þar kemur fram að Reykjanesbrautin verði á óvissustigi til klukkan 20 og geti lokast með stuttum fyrirvara.

Suðurstrandarvegur og vegirnir um Mosfellsheiði, Kjalarnes, Krýsuvíkurveg, Hellisheiði, Sandskeið og Þrengsli eru allir lokaðir vegna veðurs.

Veðurstofa Íslands gaf út gula veður viðvörun í dag fyrir sunnan- og vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi til klukkan 20 og gætu lokast með stuttum fyrirvara.

mbl.is