Flugvöllur í Vatnsmýri næstu áratugina

Reykjavíkurflugvöllur | 1. febrúar 2024

Flugvöllur í Vatnsmýri næstu áratugina

„Fyrir okkur leikmenn hljómar þetta þannig að ólíklegt sé að einhver sé tilbúinn að fjárfesta í uppbyggingu á dýrum mannvirkjum til langs tíma á svæði sem er háð jafn mikilli óvissu eins og staðan er í dag,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í samtali við Morgunblaðið.

Flugvöllur í Vatnsmýri næstu áratugina

Reykjavíkurflugvöllur | 1. febrúar 2024

Er Reykjavíkurflugvöllur kannski allt í lagi?, spyr innviðaráðherra, sem bíður …
Er Reykjavíkurflugvöllur kannski allt í lagi?, spyr innviðaráðherra, sem bíður eftir áhættumati á flugvelli í Hvassahrauni. mbl.is/Árni Sæberg

„Fyrir okkur leikmenn hljómar þetta þannig að ólíklegt sé að einhver sé tilbúinn að fjárfesta í uppbyggingu á dýrum mannvirkjum til langs tíma á svæði sem er háð jafn mikilli óvissu eins og staðan er í dag,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í samtali við Morgunblaðið.

„Fyrir okkur leikmenn hljómar þetta þannig að ólíklegt sé að einhver sé tilbúinn að fjárfesta í uppbyggingu á dýrum mannvirkjum til langs tíma á svæði sem er háð jafn mikilli óvissu eins og staðan er í dag,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í samtali við Morgunblaðið.

Hann var spurður hvort tímabært væri að slá af hugmyndir um byggingu alþjóðaflugvallar í Hvassahrauni í ljósi eldsumbrota á Reykjanesskaga sem ekki sér fyrir endann á og spáð er að geti staðið yfir árum eða jafnvel áratugum saman.

Segir Sigurður Ingi að unnið sé að áhættumati vegna jarðhræringa o.fl. á alþjóðaflugvöll í Hvassahrauni og von sé á skýrslu um það í mars nk.

„Þá verður búið að taka inn áhættumatið og flug- og veðurrannsóknir,“ segir Sigurður Ingi.

Spurður hvort ekki sé einboðið að fara að leita að nýjum stað fyrir alþjóðaflugvöll í ljósi aðstæðna sem uppi eru segir hann:

„Skýrslan kemur í mars og ég stend við það sem ég hef sagt, að í stað þess að við stjórnmálamenn tökum einhverjar ákvarðanir núna og áður en niðurstaða hennar liggur fyrir, þá finnst mér rétt að bíða eftir henni. Þá getum við byggt á þeim grundvelli.“

„Í ljósi alls þessa er auðvitað ljóst að Reykjavíkurflugvöllur mun þjóna sínu hlutverki næstu áratugina, það liggur í augum uppi,“ segir Sigurður Ingi, enda mikil óvissa um Reykjanesskaga eins og raun beri vitni.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is