Rýfur þögnina um Óskarstilnefningar Barbie

Óskarsverðlaunin | 1. febrúar 2024

Rýfur þögnina um Óskarstilnefningar Barbie

Það kom mörgum á óvart þegar leikkonan Margot Robbie og leikstjórinn Greta Gerwig hlutu hvorugar Óskarstilnefningu fyrir stórmyndina Barbie. Hins vegar hlutu leikararnir Ryan Gosling og America Gerrera tilnefningar sem besti leikari og besta leikkona í aukahlutverki. 

Rýfur þögnina um Óskarstilnefningar Barbie

Óskarsverðlaunin | 1. febrúar 2024

Margot Robbie fór með aðalhlutverk í stórmyndinni Barbie sem gerði …
Margot Robbie fór með aðalhlutverk í stórmyndinni Barbie sem gerði allt vitlaust þegar hún kom út á síðasta ári. AFP

Það kom mörgum á óvart þegar leikkonan Margot Robbie og leikstjórinn Greta Gerwig hlutu hvorugar Óskarstilnefningu fyrir stórmyndina Barbie. Hins vegar hlutu leikararnir Ryan Gosling og America Gerrera tilnefningar sem besti leikari og besta leikkona í aukahlutverki. 

Það kom mörgum á óvart þegar leikkonan Margot Robbie og leikstjórinn Greta Gerwig hlutu hvorugar Óskarstilnefningu fyrir stórmyndina Barbie. Hins vegar hlutu leikararnir Ryan Gosling og America Gerrera tilnefningar sem besti leikari og besta leikkona í aukahlutverki. 

Á dögunum kom Robbie fram í svokölluðu „Q&A“ sem haldið var af Academy Museum, en fram kemur á vef Daily Mail að þar hafi hún sagt að Gerwig hefði átt að vera tilnefnd. 

„Auðvitað finnst mér að Greta eigi að vera tilnefnd sem besti leikstjórinn, því það sem hún gerði er eitthvað sem maður gerir einu sinni á ferlinum, einu sinni á ævinni, það er það sem hún áorkaði í raun og veru. En þetta hefur verið ótrúlegt ár fyrir allar kvikmyndirnar,“ sagði hún. 

Margir höfðu búist við því að Robbie yrði tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki og Gerwig sem besti leikstjórinn. Robbie ræddi ekki um hvað henni finnist um að hafa sjálf ekki hlotið tilnefningu, en hún lagði áherslu á að þau væru himinlifandi yfir því að kvikmyndin hafi hlotið átta Óskarstilnefningar. 

Gosling vonsvikinn yfir tilnefningunum

„Við ætluðum að gera eitthvað sem myndi breyta menningu, hafa áhrif á menningu, bara hafa einhvers konar áhrif. Og það hefur þegar gert það, og í sumum tilfellum, mun meira en okkur dreymdi um. Og það eru sannarlega stærstu verðlaunin sem gætu komið út úr þessu,“ sagði hún. 

Á dögunum tjáði Gosling sig um tilnefningarnar, en hann sagðist vera gríðarlega vonsvikinn yfir því að hvorki Robbie né Gerwig hefðu hlotið tilnefningu. 

mbl.is