Skoða mögulega þátttöku Íslands í her

Varnarmál Íslands | 3. febrúar 2024

Skoða mögulega þátttöku Íslands í her

Vert er að skoða möguleikann á norrænum her sem Ísland ætti hlut að vegna vaxandi ófriðar í heiminum og auknu mikilvægi norðurslóða.

Skoða mögulega þátttöku Íslands í her

Varnarmál Íslands | 3. febrúar 2024

Bryndís vill taka umræðuna um möguleika þess að koma á …
Bryndís vill taka umræðuna um möguleika þess að koma á fót norrænum her. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/Haraldur

Vert er að skoða möguleikann á norrænum her sem Ísland ætti hlut að vegna vaxandi ófriðar í heiminum og auknu mikilvægi norðurslóða.

Vert er að skoða möguleikann á norrænum her sem Ísland ætti hlut að vegna vaxandi ófriðar í heiminum og auknu mikilvægi norðurslóða.

Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is.

Bryndís viðraði þessa hugmynd í gær í umræðum á Alþingi um norræna samvinnu. Kveðst hún hafa gert það vegna aukins samstarf Norðurlanda á undanförnum árum á síðustu árum.

„Í mörg ár voru varnarmál ekki til umræðu í Norðurlandaráði. Það hefur heldur betur breyst og varnar- og öryggismál eru orðin eitt helsta umræðuefnið á vettvangi Norðurlandaráðs,“ segir Bryndís.

Íslendingar farið í erlenda heri

Hún tekur fram, rétt eins og hún gerði á Alþingi, að hún er ekki að tala fyrir stofnun íslensks hers. Hugmyndin lúti að því að sameina krafta Norðurlandanna í einum sameiginlegum her sem Ísland ætti þátttöku að.

„Við sjáum það að þegar flugherir þessara landa eru teknir saman þá er hann bara býsna öflugur, tækjakostur góður og alveg í samanburði við stærstu Evrópuþjóðir. En ef hvert land er tekið út af fyrir sig þá er það auðvitað minna, þannig að það er í þessu eins og öðru að Norðurlöndin eru sterkari saman.“

Hún segir að á viðsjárverðum tímum eins og núna, þar sem ófriðarbál geisa víða um heiminn, þá þurfi Íslendingar að huga að varnarmálum.

„Við erum auðvitað vel tryggð með því að vera í NATO og með okkar samning við Bandaríkin. En það er auðvitað þannig að Íslendingar hafa samt sem áður sóst eftir því að fara í erlenda heri,“ segir hún og nefnir sem dæmi norska og danska herinn.

Ísland eftirsóknarvert

Hún kveðst kasta þessari hugmynd fram í ljósi aukinnar samvinnu Norðurlanda í varnarmálum. Segir hún að staðsetning Íslands sé mjög mikilvæg og nefnir því til stuðnings að norski flugherinn sé núna að sinna loftrýmisgæslu hér á landi og að eftirsóknarvert sé að æfa hér.

Þar að auki séu verkefni herafla mismunandi og snúist ekki einungis um að heyja stríð.

„Ég velti því upp hvort að það kunni að vera að framtíðin leiði okkur þangað og mér finnst ekkert óeðlilegt við það að við Íslendingar veltum því upp. Við munum auðvitað seint vera þess burðug að geta verið með eigin her en okkar framlag gæti mögulega verið í gegnum norrænan her,“ segir Bryndís.

Norski flugherinn sinnir nú loftrýmisgæslu á Íslandi um þessar mundir.
Norski flugherinn sinnir nú loftrýmisgæslu á Íslandi um þessar mundir. mbl.is/Haraldur

Þróun sem gæti raungerst

Ísland er með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin til að tryggja öryggi Íslands og þjóðin er einnig í Atlantshafsbandalaginu (NATO).

Spurð að því hvort að þörf sé á því að Ísland taki þátt í her í ljósi fyrrgreindra staðreynda segir hún ekki vera brýna þörf á þessu en þykir þó í lagi að byrja velta þessu fyrir sér. Verið sé að leggja mikla áherslu á norðurslóðir í Norðurlandaráði enda Rússar byrjaðir að byggja upp herafla og mannvikri á norðurslóðum.

„Við höfum verið að ýta við Bandaríkjamönnum í þessum efnum og þeir hafa brugðist við og eru farnir að horfa í auknum mæli upp til norðurslóða. En ég held að það sé sérstakt hagsmunamál fyrir okkur Íslendinga að það sé fylgst vel með þessu svæði,“ segir hún og nefnir að þörf sé öflugum fælingarmætti enda færst í aukana að Rússinn ögri Norðurlöndum með því til dæmis að sigla kafbátum á stöðum á norðurslóðum þar sem þeir ættu ekki að vera með viðveru.

Þó segir hún þetta ekki hafa verið tekið formlega til umræðu í Norðurlandaráði.

„Þetta gæti verið þróun sem við gætum séð raungerast svona hægt og bítandi,“ segir Bryndís að lokum.

mbl.is