„Ég naut þess alls ekki að vera ólétt“

Fæðingar og fleira | 4. febrúar 2024

„Ég naut þess alls ekki að vera ólétt“

Þórkatla Lunddal Friðriksdóttir var 23 ára þegar hún varð ófrísk að sínu fyrsta barni. Hún upplifði erfiða meðgöngu og naut þess ekki að vera ófrísk, en hún fékk bæði slæma grindargliðnun og svokallað meðgöngukvef sem hún glímir enn við í dag. Ári eftir að elsta dóttir hennar kom í heiminn varð hún ófrísk aftur og sagan endurtók sig. 

„Ég naut þess alls ekki að vera ólétt“

Fæðingar og fleira | 4. febrúar 2024

Þórkatla Lunddal Friðriksdóttir var 23 ára þegar hún varð ófrísk …
Þórkatla Lunddal Friðriksdóttir var 23 ára þegar hún varð ófrísk að sínu fyrsta barni. Í dag á hún tvær dætur með unnusta sínum.

Þórkatla Lunddal Friðriksdóttir var 23 ára þegar hún varð ófrísk að sínu fyrsta barni. Hún upplifði erfiða meðgöngu og naut þess ekki að vera ófrísk, en hún fékk bæði slæma grindargliðnun og svokallað meðgöngukvef sem hún glímir enn við í dag. Ári eftir að elsta dóttir hennar kom í heiminn varð hún ófrísk aftur og sagan endurtók sig. 

Þórkatla Lunddal Friðriksdóttir var 23 ára þegar hún varð ófrísk að sínu fyrsta barni. Hún upplifði erfiða meðgöngu og naut þess ekki að vera ófrísk, en hún fékk bæði slæma grindargliðnun og svokallað meðgöngukvef sem hún glímir enn við í dag. Ári eftir að elsta dóttir hennar kom í heiminn varð hún ófrísk aftur og sagan endurtók sig. 

Í dag er Þórkatla 27 ára og á tvær dætur, Emilíu sem er þriggja ára og Fanneyju sem er eins árs, ásamt unnusta sínum Hákoni Bryde. Hún starfar sem leikskólaliði en samhliða því er hún að læra að verða naglafræðingur og er að byrja í sjúkraliðanámi. 

Fjölskyldan alsæl í þriggja ára afmælisveislu Emilíu.
Fjölskyldan alsæl í þriggja ára afmælisveislu Emilíu.

Þórkatla og Hákon kynntust árið 2015 og hafa verið óaðskiljanleg síðan. Þau trúlofuðu sig svo árið 2018 þegar Hákon fór á skeljarnar fyrir framan Eiffel turninn í París.

„Ég fór með vinkonu minni og kærastanum hennar í partí í maí 2015 með fullt af fólki. Ég var ekki búin að vera þar inni í fimm mínútur þegar Hákon labbaði upp að mér og kynnti sig. Við töluðum saman allt kvöldið og skiptumst síðan á símanúmerum í lok kvöldsins. Daginn eftir hittumst við svo aftur og höfum verið saman síðan,“ rifjar hún upp. 

„Níu árum, íbúð, tveimur börnum og mörgum utanlandsferðum seinna, þá finnst mér mjög dýrmætt að eiga svona margar minningar saman. Við fengum til dæmis að sjá hvort annað útskrifast bæði úr menntaskóla og háskóla,“ bætir hún við. 

Hákon og Þórkatla hafa verið saman í níu ár og …
Hákon og Þórkatla hafa verið saman í níu ár og eiga því margar dýrmætar minningar saman. Hér eru þau á Þjóðhátíð árið 2019.

Óléttan var mikill léttir

Aðspurð segir Þórkatla það hafa verið mikinn létti þegar hún komst að því að hún væri ófrísk að sínu fyrsta barni, en þá höfðu þau Hákon verið að reyna í rúmt ár og því var óléttan mjög kærkomin. „Ég var svo glöð, spennt, stressuð, ánægð og bara allur tilfinningaskalinn. Við vorum rosalega tilbúin í þetta hlutverk þótt við værum bæði ung, bara 23 ára, en þá vorum við líka búin að vera saman lengi og búin að gera margt saman þannig þetta gat ekki komið á betri tíma fyrir okkur,“ segir hún. 

Rúmu ári eftir að fyrri dóttir Þórkötlu og Hákons kom í heiminn verður hún ófrísk aftur. „Það var smá sjokk að þetta hefði tekist svona snemma, en við vildum alltaf hafa stutt á milli barnanna okkar svo þetta gæti ekki verið fullkomnara í dag. Þær eru bestu vinkonur og munu vonandi alltaf vera það,“ segir hún.

Fanney og Emilía eru miklar vinkonur.
Fanney og Emilía eru miklar vinkonur.

Þórkatla segir báðar meðgöngurnar hafa verið krefjandi, en hún upplifði ýmsa kvilla og er enn þann dag í dag að glíma við einkenni frá fyrstu meðgöngunni. „Meðgöngurnar gengu ekkert frábærlega og ég get alveg sagt að ég naut þess alls ekki að vera ólétt. Ég fékk mikla grindargliðnun og mikinn verk í lífbeinið. Á 17. viku fékk ég svo mikið meðgöngukvef sem gerði það að verkum að ég svaf ekkert alla meðgönguna því það háði mér svo mikið, en ég er enn að glíma við þetta kvef í dag fjórum árum seinna,“ segir hún. 

„Meðgöngurnar voru mjög svipaðar, en ég var komin stutt á leið í seinna skiptið þegar ég vissi að ég væri að ganga með aðra stelpu því mér leið nákvæmlega eins nema var bara með miklu ýktari einkenni,“  bætir hún við. 

Þórkatla segist fljótlega hafa vitað að þau ættu von á …
Þórkatla segist fljótlega hafa vitað að þau ættu von á annarri stelpu.

Átakanleg fæðing í miðjum heimsfaraldri

Þótt meðgöngurnar hafi verið svipaðar segir Þórkatla fæðingarnar hafa verið gjörólíkar. „Fyrri fæðingin gekk mjög illa því dóttir mín var í framhöfuðstöðu sem enginn vissi af fyrr en hún var fædd, þannig ég var hrikalega lengi í hríðum og ekkert að gerast. Ég var líka lengi í fæðingunni sjálfri, en hún var í miðjum heimsfaraldri þannig að Hákon mátti ekki vera hjá mér fyrr en virk fæðing var byrjuð sem var ömurlegt og það tók mikið á að hafa engan hjá sér stórann hluta ferlisins,“ segir hún. 

„Eftir rúman sólarhring fylltist herbergið hins vegar af fólki því það benti allt til þess að það þyrfti að hjálpa henni, en svo kom hún í heiminn án inngripa stuttu síðar. Eftir fæðingu þurfti ég svo að fara ein niður á sængurlegudeild og Hákon heim, það var hrikalega erfitt fyrir okkur bæði eftir það sem gekk á,“ bætir hún við. 

Þórkatla segir þessa reynslu hafa valdið henni kvíða þegar hún komst að því að hún væri orðin ófrísk aftur, en hún reyndi þó að hugsa sem minnst um það á meðgöngunni. „Morguninn 1. mars 2022 byrja ég að fá hríðar, en ég fór á Taxfree í Hagkaup, í baunasúpu um kvöldið og þegar við komum heim þá byrjaði allt með hraði. Við fengum tengdaforeldra mína til að passa Emilíu yfir nóttina og fórum upp á deild þar sem hún fæddist rétt eftir miðnætti,“ segir hún. 

Foreldrarnir með Fanneyju nýfædda á fæðingadeildinni.
Foreldrarnir með Fanneyju nýfædda á fæðingadeildinni.

„Ég átti því draumafæðingu með Fanneyju sem er ánægjuleg lífsreynsla að eiga, nema að það leið yfir Hákon í fyrsta sinn á ævinni, en það er annað mál,“ bætir hún við og hlær.

Emilía í skýjunum með litlu systur sína.
Emilía í skýjunum með litlu systur sína.

„Móðurhlutverkið gefur lífinu tilgang“

Aðspurð segir Þórkatla lífið hafa gjörbreyst eftir að hún varð mamma. „Þú getur ekki lengur labbað bara út án þess að ráðstafa öllu áður. Þú þarft að vera fyrirmynd í einu og öllu því það er fylgst vel með þér. Móðurhlutverkið gefur lífinu tilgang, það er alveg á hreinu. Maður vill vera besta útgáfan af sjálfum sér sem endurspeglast svo í þær,“ segir hún. 

Mæðgurnar á eins árs afmæli Emilíu.
Mæðgurnar á eins árs afmæli Emilíu.

„Það besta við móðurhlutverkið er klárlega að eiga tvær bestu vinkonur sem ég elska svona hrikalega fast. Maður vill allt fyrir þær gera, sjá þær vaxa og dafna og vera svona miklir húmoristar eins og þær eru. Ég get ekki beðið eftir að fylgja þeim út lífið og sjá enn meira af þessum snillingum sem við eigum,“ segir Þórkatla. 

„Það sem er mest krefjandi við móðurhlutverkið er að sjá þær veikar, en það brýtur í mér hjartað í hvert skipti. Svo getur líka verið krefjandi að halda andliti þegar á reynir því þú stimplar þig ekkert út úr móðurhlutverkinu. Það er ekki alltaf dans á rósum með tvær litlar en ég legg mikið upp úr því að halda mér rólegri í erfiðum aðstæðum. Þetta eru allt tímabil sem maður þarf að komast í gegnum,“ bætir hún við. 

Fanney í stuði á eins árs afmælisdaginn sinn.
Fanney í stuði á eins árs afmælisdaginn sinn.

Tekur móður sína til fyrirmyndar í uppeldinu

Spurð út í uppeldið segist Þórkatla taka móður sína til fyrirmyndar. „Ég hef alltaf getað leitað til hennar þegar eitthvað kemur upp á og hún er með svör við öllu. Mig langar ekkert meira en að eiga svoleiðis samband við dætur mínar líka. Númer eitt, tvö og hundrað er svo að koma fram af virðingu við alla og tala við aðra eins og þú vilt að það sé talað við þig því þær spegla allt sem við gerum og segjum. Ég legg mikið upp úr því að þær séu kurteisar og góðar við alla því það á enginn neitt annað skilið,“ segir hún. 

Mæðgurnar á góðri stundu.
Mæðgurnar á góðri stundu.

Hvað er framundan hjá ykkur?

Það er fullt spennandi framundan. Ég er að byrja í sjúkraliðanáminu, stelpurnar eiga bráðum tveggja og fjögurra ára afmæli og svo ætlum við í einhverjar utanlandsferðir á árinu. Við hlökkum mikið til sumarsins og förum vonandi í okkar fyrstu útilegu saman og svo stefni ég á að klára naglaskólann sem ég er í. 

Síðan munum við bara halda áfram í því sem við erum að gera. Stelpurnar eru í íþróttaskóla og Emilía var að byrja að æfa fótbolta svo það er fullt til að hlakka til á árinu.“

Það er margt skemmtilegt framundan hjá fjölskyldunni.
Það er margt skemmtilegt framundan hjá fjölskyldunni.
mbl.is