Gott að borða á 24 tíma fresti

Heilsurækt | 4. febrúar 2024

Gott að borða á 24 tíma fresti

Það að fasta getur minnkað líkurnar á sjúkdómum eins og sykursýki og Alzheimers. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Cambridge háskóla. 

Gott að borða á 24 tíma fresti

Heilsurækt | 4. febrúar 2024

Rannsóknir benda til þess að gott sé að borða á …
Rannsóknir benda til þess að gott sé að borða á 24 tíma fresti. mbl.is/Thinkstockphotos

Það að fasta get­ur minnkað lík­urn­ar á sjúk­dóm­um eins og syk­ur­sýki og Alzheimers. Þetta kem­ur fram í niður­stöðum rann­sókn­ar Cambridge há­skóla. 

Það að fasta get­ur minnkað lík­urn­ar á sjúk­dóm­um eins og syk­ur­sýki og Alzheimers. Þetta kem­ur fram í niður­stöðum rann­sókn­ar Cambridge há­skóla. 

Í rann­sókn­inni kom í ljós að það að láta líða 24 klukku­stund­ir á milli máltíða gæti minnkað skaðleg­ar bólg­ur í lík­am­an­um og örvað fram­leiðslu mik­il­vægra fitu­sýra.

Föst­ur hafa notið mik­illa vin­sælda und­an­farið sem leið til þess að létt­ast og viðhalda heil­brigði fruma lík­am­ans.

Því hef­ur lengi verið haldið á lofti að manns­lík­am­inn sé ekki gerður til þess að vera á stöðugu snakki yfir dag­inn. Þvert á móti sé lík­am­inn for­ritaður þannig að það eigi að líða langt á milli máltíða og sé það í takt við það sem maður­inn upp­lifði í ár­daga þegar hann þurfti að veiða sér til mat­ar.

Sér­fræðing­ar segja að með reglu­leg­um föst­um fái lík­am­inn tíma til þess að gera nauðsyn­leg­ar viðgerðir á lík­am­an­um og sinna viðhaldi til þess að halda frum­um hans heil­brigðum. Ef við erum hins veg­ar alltaf að borða og hækka blóðsyk­ur­inn þá er lík­am­inn ekki eins vel í stakk bú­inn til þess.

Bólg­ur eru viðbrögð ónæmis­kerf­is­ins við áreiti. Lík­am­inn fer í vörn og reyn­ir að lág­marka skaða. En viðvar­andi bólgu­ástand hef­ur verið tengt við ýmsa sjúk­dóma.

„Við erum mjög áhuga­söm um að skilja hvað ligg­ur að baki langvar­andi bólgu­ástandi lík­am­ans í tengsl­um við sjúk­dóma,“ seg­ir Clare Bry­ant frá lækna­deild Cambridge há­skóla í viðtali við The Times.

„Rann­sókn­ir síðustu ára hafa leitt í ljós að bólg­ur eiga þátt í ýms­um sjúk­dóm­um á borð við offitu, Alzheimers og Park­in­son. Margt sem hrjá­ir eldra fólk í hinum vest­ræna heimi.“

Í rann­sókn­inni voru þátt­tak­end­ur beðnir um að borða máltíð með 500 hita­ein­ing­um, fasta í 24 klukku­stund­ir og borða svo aft­ur 500 hita­ein­inga­máltíð. Á meðan á föst­unni stóð jókst magn fitu­sýra sem gátu unnið á bólg­um lík­am­ans. Magnið minnkaði svo aft­ur þegar næst var borðað.

„Þetta gef­ur okk­ur vís­bend­ing­ar um hvernig við get­um til­einkað okk­ur ákveðið mynstur í mat­ar­ræði sem vernd­ar okk­ur gegn bólg­um.“

mbl.is