Bolludagurinn nálgast óðum og þá spilar rjóminn stórt hlutverk. Það eru ekki allir öruggir á því hvernig best er að þeyta rjóma bæði hvað varðar áferð og bragð. Brýnt er að vanda verka þegar þeyta á rjómann en það er alls ekki flókið að þeyta hinn fullkomna rjóma. Hér eru nokkur góð ráð áður en hafist er handa.
Bolludagurinn nálgast óðum og þá spilar rjóminn stórt hlutverk. Það eru ekki allir öruggir á því hvernig best er að þeyta rjóma bæði hvað varðar áferð og bragð. Brýnt er að vanda verka þegar þeyta á rjómann en það er alls ekki flókið að þeyta hinn fullkomna rjóma. Hér eru nokkur góð ráð áður en hafist er handa.
- Í fyrsta lagi þarf rjóminn að vera þykkur og kaldur. Lykilatriðið er að vera með réttu áhöldin, hreina og þurra skál og nota hrærivél með þeytara og þeyta hægt eða hreinlega vera með venjulegan handþeytara, pískara og nota handaflið með því að píska hann með höndunum. Það má alls ekki þeyta rjóma of hratt, þá verður hann of loftmikill og bragðlaus.
- Í öðru lagi er ekki gott að vinna með rjóma sem er of þeyttur auk þess að áferð hans er ekki eins falleg. Eins og þegar smyrja á rjómann á köku eða setja hann yfir fersk ber eða annað góðgæti. Þá liggur hann ekki eins fallega og vel þeyttur rjómi. Einnig er meiri hætta á því að rjóminn skili sig frekar.
- Í þriðja lagi verður miklu meira úr rjómanum með því að þeyta hann með handafli. Það verður hann loftkenndari og meiri.
- Í fjórða lagi er þeyttur rjómi með handafli miklu mýkri og léttari en ella og það skiptir miklu máli þegar hann er notaður skreytingar og settur í sprautupoka. Áferðin verður svo falleg.
Hinn fullkomni þeytti rjómi
- Hellið köldum rjóma í hreina og þurra skál.
- Notið stóran og góðan pískara og pískið rjómann þar til að hann verður eins þið viljið hann, hvað varðar áferð og útlit.
- Best er að halla skálinni aðeins og passið að pískarinn endi ekki á botninum á skálinni. Pískarinn á að vera hálfur yfir rjómanum – það hjálpar honum að verða loftkenndur.
- Passið upp á áferðina á rjómanum, rjóminn á að hafa fallega flauels áferð og líta út fyrir að vera silkimjúkur.