Frægir tjá sig um Laufeyju

Laufey | 5. febrúar 2024

Frægir tjá sig um Laufeyju

Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir ­hlaut Grammy-verðlaun fyr­ir plötu sína Bewitched í flokki hefðbund­inna söng-poppp­latna í gærkvöldi. Síðan þá hefur hamingjuóskum rignt yfir hana á samfélagsmiðlum.

Frægir tjá sig um Laufeyju

Laufey | 5. febrúar 2024

Fræga fólkið óskaði Laufeyju til hamingju með verðlaunin.
Fræga fólkið óskaði Laufeyju til hamingju með verðlaunin. Samsett mynd

Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir ­hlaut Grammy-verðlaun fyr­ir plötu sína Bewitched í flokki hefðbund­inna söng-poppp­latna í gærkvöldi. Síðan þá hefur hamingjuóskum rignt yfir hana á samfélagsmiðlum.

Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir ­hlaut Grammy-verðlaun fyr­ir plötu sína Bewitched í flokki hefðbund­inna söng-poppp­latna í gærkvöldi. Síðan þá hefur hamingjuóskum rignt yfir hana á samfélagsmiðlum.

Þekktir einstaklingar eru meðal þeirra sem hafa óskað Laufeyju til hamingju. 

Páll Óskar Hjálmtýsson

Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson er mjög hrifinn af Laufeyju. Hann setti inn sérstaka færslu í tilefni þess að Laufey hlaut verðlaunin. „Til hamingju með Grammy, galdrakona,“ skrifað Páll Óskar meðal annars. „Haltu áfram að gefa okkur hinum af tónlistargjöfinni sem þú átt nóg af og hefur svo fullkomið vald á. Ég er að tjúllast úr stolti hérna megin. Þinn, Palli.“

View this post on Instagram

A post shared by Páll Óskar (@palloskar)

Guðni Th. Jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tjáði sig um afrek Laufeyjar á samfélagsmiðlinum X. Óskaði hann Laufeyju til hamingju og sagði alla mjög stolta af henni. 

Hildur Yeoman

Íslenski fatahönnuðurinn Hildur Yeoman óskaði Laufeyju til hamingju með sigurinn í færslu á Instagram. „OMG! Til hamingju elsku besta Laufey með Grammy-verðlaunin. Það virðist vera heil ævi frá því þessar voru teknar og svo mikið hefur gerst ... en það er bara ár. Og þvílíkt ár! Njóttu ferðalagsins!“ skrifaði Hildur.

View this post on Instagram

A post shared by Hilduryeoman (@hilduryeoman)

Lilja D. Alfreðsdóttir

Lilja D. Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, sendi Laufeyju hamingjuóskir í Instagram-færslu. „Grammy-verðlaun til Íslands! Til hamingju elsku Laufey með Grammy-verðlaunin og Bewitched! Það er algjör unun að fylgjast með þér! Þú hefur sannarlega unnið fyrir þessu! Gæti ekki verið stoltari af íslensku tónlistarfólki! Glæsilegt!“ skrifaði hún. 

Aníta Briem

Leikkonan Aníta Briem óskaði Laufeyju til hamingju á Instagram. „Þú ert ótrúleg!! Innilega til hamingju með þig,“ skrifaði Aníta við færslu hjá Laufeyju eftir að hún vann Grammy-verðlaunin. 

Aníta Briem óskaði Laufeyju til hamingju.
Aníta Briem óskaði Laufeyju til hamingju. mbl.is/Ásdís

Selma Björnsdóttir

Tónlistarkonan Selma Björnsdóttir er líka aðdáandi Laufeyjar. „Til allrar hamingju elsku Laufey!!! Svo verðskuldað,“ skrifaði Selma við myndina sem Laufey deildi af sér með verðlaunagripinn. 

Selma Björnsdóttir söngkona er komin á fast.
Selma Björnsdóttir söngkona er komin á fast.

Jón Jónsson

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson sló á létta strengi þegar hann óskaði Laufeyju til hamingju. „Til hamingju, frábæra Laufey. Getur þú sýnt okkur styttuna í Hörpu 10. mars?“ Skrifaði Jón á Instagram-síðu Laufeyjar. 

Jón Jónsson er spenntur fyrir styttunni.
Jón Jónsson er spenntur fyrir styttunni. Mbl.is/Stella Andrea Guðundsdóttir

Susie Cave 

Susie Cave, stofnandi fatamerkisins Vampire's Wife og eiginkona Nicks Cave, óskaði Laufeyju til hamingju. Hún sendi hamingjuóskir í gegnum Instagram-síðu fatamerkisins síns. Fatamerkið er vinsælt og þekktar stjörnur hafa klæðst merkinu sem og Katrín prinsessa af Wales.

Hjónin Susie Cave og Nick Cave.
Hjónin Susie Cave og Nick Cave. AFP
View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)


 

mbl.is