Ráðgátan um kyrrstæða strætóinn leyst

Strætó | 5. febrúar 2024

Ráðgátan um kyrrstæða strætóinn leyst

Vegfarendur sem hafa átt leið um Bæjarháls í Árbænum, skammt frá Hraunbæ, hafa vafalítið margir komið auga á kyrrstæðan strætisvagn sem lagt hefur verið í bílastæði þar um nokkurt skeið.

Ráðgátan um kyrrstæða strætóinn leyst

Strætó | 5. febrúar 2024

Strætisvagninn var á sínum stað þegar ljósmyndari mbl.is leit við.
Strætisvagninn var á sínum stað þegar ljósmyndari mbl.is leit við. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vegfarendur sem hafa átt leið um Bæjarháls í Árbænum, skammt frá Hraunbæ, hafa vafalítið margir komið auga á kyrrstæðan strætisvagn sem lagt hefur verið í bílastæði þar um nokkurt skeið.

Vegfarendur sem hafa átt leið um Bæjarháls í Árbænum, skammt frá Hraunbæ, hafa vafalítið margir komið auga á kyrrstæðan strætisvagn sem lagt hefur verið í bílastæði þar um nokkurt skeið.

Einhverjir hafa klórað sér í hausnum yfir málinu og velt fyrir sér hvers vegna vagninn hreyfist aldrei úr stað, að því er virðist. Hvort hann sé mögulega bilaður eða hvort verið sé verið að nota hann við kvikmyndatökur.

Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, er með svarið við þessari ráðgátu.

„Ég veit að það er starfsmaður hjá verktaka sem býr einhvers staðar í Árbænum og á milli stuttra vakta hefur hann geymt vagninn einhvers staðar þarna í stæði,” greinir Jóhannes frá, spurður út í málið og segist fastlega gera ráð fyrir að um sama strætisvagn sé að ræða.

Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.
Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Ljósmynd/Strætó

Tvískipt vakt

Jóhannes segir vakt mannsins sem vagnstjóra hjá Strætó vera tvískipta. Hún hefst klukkan 7 á morgnana og stendur yfir til klukkan hálfellefu. Þá fer hann heim til sín en hefur síðan störf á nýjan leik klukkan hálfþrjú.

„Í staðinn fyrir að keyra í bækistöð hefur hann leyfi til þess að fara og leggja vagninum,” segir Jóhannes og tekur fram að vagninum sé ekki ólöglega lagt.

„Ekki á leið”, stendur framan á vagninum.
„Ekki á leið”, stendur framan á vagninum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í raun segir hann að þarna sé verið að fara vel með fé skattborgara með því að keyra ekki alla leið í bækistöð Strætó í Hafnarfirði og svo aftur til baka með tilheyrandi eldsneytiskostnaði og mengun.

mbl.is