Mikið stuð á þorrablóti Íslendinga í Köben

Hverjir voru hvar | 6. febrúar 2024

Mikið stuð á þorrablóti Íslendinga í Köben

Það vantaði ekki upp á stuðið og stemninguna meðal Íslendinga í Kaupmannahöfn síðastliðinn laugardag þegar Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn og Icelandair héldu glæsilegt þorrablót á Norðurbryggju.

Mikið stuð á þorrablóti Íslendinga í Köben

Hverjir voru hvar | 6. febrúar 2024

Það var mikið stuð á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn síðastliðna helgi!
Það var mikið stuð á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn síðastliðna helgi! Samsett mynd

Það vantaði ekki upp á stuðið og stemninguna meðal Íslendinga í Kaupmannahöfn síðastliðinn laugardag þegar Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn og Icelandair héldu glæsilegt þorrablót á Norðurbryggju.

Það vantaði ekki upp á stuðið og stemninguna meðal Íslendinga í Kaupmannahöfn síðastliðinn laugardag þegar Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn og Icelandair héldu glæsilegt þorrablót á Norðurbryggju.

Alls voru 220 manns sem mættu á þorrablótið í ár, en miðarnir seldust upp á innan við viku og því komust færri að en vildu. Ýmsar kræsingar voru í boði, allt frá hinum hefðbundna þorramat sem er sannarlega ómissandi yfir í sætar kökur, konfekt og líkjör.

Hljómsveitin Brimnes frá Vestmannaeyjum hélt stuðinu uppi á þorrablótinu, en af myndum að dæma var dansgólfið troðfullt þegar leið á kvöldið. Stærsti styrktaraðili þorrablótsins er Icelandair sem aðstoðaði við innflutning á mat frá Íslandi og kom hljómsveitinni til Kaupmannahafnar. 

mbl.is