Keypti hús með manni sem er ruddalegur við dæturnar - hvað er til ráða?

Keypti hús með manni sem er ruddalegur við dæturnar - hvað er til ráða?

Elínrós Líndal fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem veltir fyrir sér hvort hún eigi að slíta sambandi við kærasta sinn eftir að hún heyrði upptökur af samskiptum hans við dæturnar. 

Keypti hús með manni sem er ruddalegur við dæturnar - hvað er til ráða?

Elínrós Líndal einstaklings-og fjölskylduráðgjafi | 7. febrúar 2024

Elínrós Líndal fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda Smartlands.
Elínrós Líndal fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda Smartlands. Samsett mynd

Elínrós Líndal fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem veltir fyrir sér hvort hún eigi að slíta sambandi við kærasta sinn eftir að hún heyrði upptökur af samskiptum hans við dæturnar. 

Elínrós Líndal fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem veltir fyrir sér hvort hún eigi að slíta sambandi við kærasta sinn eftir að hún heyrði upptökur af samskiptum hans við dæturnar. 

Sæl Elínrós.

Fyrir nokkru síðan kynntist ég manni, en við erum bæði á sextugsaldri. Ég á tvær stelpur og hann á eina 19 ára. Fyrir nokkrum mánuðum ákváðum við að venda kvæði okkar í kross og við keyptum saman einbýlishús og þannig fluttum við inn saman. Ég er tiltölulega fjársterk og gat greitt minn hluta á borðið en hann þurfti að taka lán fyrir sínum hluta. Eftir kaupin á ég um 70% en hann 30%.

Allt hefur gengið vel milli okkar þó að fjarhagsstaða mín trufli hann eilítið en því miður semur dætrum mínum engan veginn við hann. Þegar ég er að heiman fer allt í bál og brand og hann stjórnar öllu harðri hendi. Dætur mínar hafa margoft kvartað yfir honum við mig og framkomu hans við þær og lengi vel trúði ég þeim ekki. En eftir að hafa heyrt upptökur af því hvernig hann lætur við þær stendur mér engan vegin á sama. Hann sýnir þeim mikinn yfirgang og er ruddalegur við þær og hótar að henda þeim út.

Nú er svo komið að dætur mínar vilja varla vera heima og tala varla við mig. Þegar ég spyr hann út í ágreining hans og dætra minna vill hann ekki kannast við neitt en ég veit betur. Mér er brugðið að hann sé ekki hreinskilnn við mig og reyni að leita lausna. Þegar okkur er boðið til hans fjölskyldu þvertekur hann fyrir að dætur mínar fái að koma með og fjölskylda mín er ekki velkomin til okkar. Ég er hrædd um að ég hafi gert mistök með að rugla reitum við þennan mann og ég er hrædd um að missa af dætrum mínum en þegar allt kemur til alls eru þær mér allt og ég vil allt fyrir þær gera. Hvað er til ráða?

Kveðja, BM

Móðir leitar ráða vegna ástarsambands.
Móðir leitar ráða vegna ástarsambands. S&B Vonlanthen/Unsplash

Sælar og takk fyrir bréfið!

Að mínu mati eru sambönd byggð á góðum samningum og ekki mikið mál að koma sér út úr slíku þegar kostnaðurinn við ráðhaginn er meiri en það sem í boði er í sambandinu.

Ég mæli með að allar konur setji sjálfar sig og börnin sín í fyrsta sæti. Kærasti á að vera viðbót við lífið. Mér finnst þú ættir að binda enda á þennan ráðhag og kaupa karlinn út úr húsinu. 

Hann hefur allan rétt á að haga sér eins og hann vill, en það þarf að kosta hann eitthvað að koma svona fram við konuna sína. Ég vona að þú kennir honum þá lexíu hratt og vel.

Dætur þínar þurfa á hamingjusamri móður að halda og hún verður að geta sagt nei við skaðlegri hegðun. Ef hann er ekki góður við dætur þínar þá vantar mikið upp á. Ég myndi leita mér aðstoðar til að komast út úr sambandinu og fá hjálp til þess að finna út úr praktískum málum. Þú mátt alls ekki mikla það ferli fyrir þér. Ég myndi ráðleggja þér að fá þér líka góðan lögfræðing. 

Sambönd eiga aldrei að kosta konur börnin sín!

Ég óska þér alls hins besta í lífinu og ekki hika við að senda á mig línu aftur þegar þú ert orðin ein og flott!

Kær kveðja,

Elínrós Líndal ráðgjafi

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Elínrós spurnigu HÉR. 

mbl.is