Það vakti mikla athygli þegar myndir birtust af hlaupadrottningunni Mari Järsk með sígarettu í hendi þegar hún hvíldi sig á milli hlaupa í Bakgarðskeppni Náttúruhlaupa í Öskjuhlíðinni árið 2022. Hún bar sigur úr býtum í keppninni og hljóp alls 288 kílómetra.
Það vakti mikla athygli þegar myndir birtust af hlaupadrottningunni Mari Järsk með sígarettu í hendi þegar hún hvíldi sig á milli hlaupa í Bakgarðskeppni Náttúruhlaupa í Öskjuhlíðinni árið 2022. Hún bar sigur úr býtum í keppninni og hljóp alls 288 kílómetra.
Það vakti mikla athygli þegar myndir birtust af hlaupadrottningunni Mari Järsk með sígarettu í hendi þegar hún hvíldi sig á milli hlaupa í Bakgarðskeppni Náttúruhlaupa í Öskjuhlíðinni árið 2022. Hún bar sigur úr býtum í keppninni og hljóp alls 288 kílómetra.
Mari var spurð út í reykingarnar í viðtali við mbl.is eftir hlaupið, en þá sagðist hún trúa því að hún væri betur sett en aðrir reykingamenn.
„Ég trúi því að ég sé miklu betur sett en aðrir reykingamenn. Ég æfi þrjá tíma á dag og geri allt öðruvísi hluti en annað fólk. Ef mig langar í sígarettu þá fæ ég mér bara sígarettu,“ sagði hún og bætti við að hún vildi ekki vera í felum með reykingarnar og að læknirinn hennar segði hana vera stálhrausta.
Í apríl 2023 birti Mari færslu á Instagram með yfirskriftinni: „Tómas hjartalæknir langar að hjálpa mér að hætta reykja?? Eigum við gefa honum séns? Ég er allavega SPENNTUST.“
Hún birti svo aðra færslu í nóvember síðastliðnum þar sem hún virtist hafa tekið ákvörðun um að hætta að reykja. „Tómas hjartalæknir loxins komin úr sumarfríi ... tilvonandi fæðingarlæknirinn minn ... en fyrst ætlar hann að hann að hjálpa mér að hætta að reykja! Neiii ... ÉG ER EKKI ORÐIN ÓLÉTT!!!!!!“ skrifaði hún í færslunni.
Nú hefur hlaupadrottningin ekki reykt í þrjár vikur, en hún greinir frá þessu í nýrri færslu á Instagram. Jákvæð ummæli og hvatningarorð hafa hrannast inn við færslu hennar. „Ekkert eðlilega GEGGJUÐ,“ skrifaði Rakel María Hjaltadóttir hlaupari og förðunarfræðingur á meðan Gréta Rut Bjarnadóttir hlaupari og tannlæknir skrifaði: „Þú ert eitthvað annað mögnuð!!!“