Heillaóskunum rignir enn yfir tónlistarkonuna Laufeyju Lín Jónsdóttur eftir sigur hennar á Grammy-verðlaunahátíðinni á sunnudag. Unga tónlistarkonan tók heim verðlaun fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundinna söng-poppplatna (e. traditional pop vocal album).
Heillaóskunum rignir enn yfir tónlistarkonuna Laufeyju Lín Jónsdóttur eftir sigur hennar á Grammy-verðlaunahátíðinni á sunnudag. Unga tónlistarkonan tók heim verðlaun fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundinna söng-poppplatna (e. traditional pop vocal album).
Heillaóskunum rignir enn yfir tónlistarkonuna Laufeyju Lín Jónsdóttur eftir sigur hennar á Grammy-verðlaunahátíðinni á sunnudag. Unga tónlistarkonan tók heim verðlaun fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundinna söng-poppplatna (e. traditional pop vocal album).
Sjónvarpsstöðin MTV, alþjóðleg tónlistar- og afþreyingarsjónvarpsstöð, birti færslu á Facebook-síðu sinni eftir sigur Laufeyjar sem margir tónlistaraðdáendur víðsvegar um heim hafa líkað við.
„Engin orð geta lýst því, hvað við erum stolt af Laufeyju, hæfileikum hennar, velgengni og Grammy-sigri,“ skrifaði MTV við mynd af henni með verðlaunagripinn.
Sjónvarpsstöðin birti einnig skemmtilegt myndskeið af Laufeyju á Instagram frá rauða dreglinum, en þar sést hún ræða við fréttamann MTV, Dometi Pongo.
Í myndskeiðinu segist Laufey vera mikill aðdáandi bókaseríunnar um Percy Jackson eftir Rick Riordan og virðist sem leikhópur sjónvarpsþáttaraðarinnar Percy Jackson and the Olympians þekki til Laufeyjar, en þau minntust á hana í nýlegu viðtali.