25 bækur tilnefndar í fimm flokkum

Bókaland | 8. febrúar 2024

25 bækur tilnefndar í fimm flokkum

25 bækur í fimm flokkum voru tilnefndar til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna, Storytel Awards 2024. Verðlaunahátíðin er árlegur viðburður þar sem útgáfu vinsælustu og vönduðustu hljóðbóka undangengins árs er fagnað og verður hún haldin í fimmta sinn þann 20. mars næstkomandi.

25 bækur tilnefndar í fimm flokkum

Bókaland | 8. febrúar 2024

Bræðurnir Gunnar Helgason og Hallgrímur Helgason á Storytel verðlaununum 2021.
Bræðurnir Gunnar Helgason og Hallgrímur Helgason á Storytel verðlaununum 2021.

25 bækur í fimm flokkum voru tilnefndar til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna, Storytel Awards 2024. Verðlaunahátíðin er árlegur viðburður þar sem útgáfu vinsælustu og vönduðustu hljóðbóka undangengins árs er fagnað og verður hún haldin í fimmta sinn þann 20. mars næstkomandi.

25 bækur í fimm flokkum voru tilnefndar til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna, Storytel Awards 2024. Verðlaunahátíðin er árlegur viðburður þar sem útgáfu vinsælustu og vönduðustu hljóðbóka undangengins árs er fagnað og verður hún haldin í fimmta sinn þann 20. mars næstkomandi.

Almenn netkosning fór fram í janúar en þar var lesendum gefinn kostur á að kjósa sinn uppáhaldstitil í forvali á milli 15 til 25 hljóðbóka í hverjum flokki fyrir sig. Þetta voru þær hljóðbækur sem komu út árið 2023 og fengu hvað mesta hlustun og flestar stjörnur hjá Storytel í hverjum flokki, en þeir eru barna- og ungmennabækur, glæpasögur, skáldsögur, óskáldað efni og ljúflestur.

Fimm efstu bækur hvers flokks úr kosningunni fara nú fyrir fagdómnefndir sem velja að lokum sigurvegara. Dóm­nefnd­ir hafa það að leiðarljósi að líta heild­stætt á hvert verk enda er það trú aðstand­enda verðlaun­anna að með vönduðum lestri á góðu rit­verki megi bæta við upp­lif­un les­and­ans og hljóðbók­in sé þannig sjálf­stætt verk. Því eru ekki aðeins rit­höf­und­ar verðlaunaðir held­ur einnig þýðendur ef við á sem og les­ar­ar, en meðal til­nefndra er fjöldi landsþekktra leikara sem ljáð hafa sögu­per­són­um rödd sína í hljóðbókum síðasta árs.

Eft­ir­far­andi höfundar, þýðend­ur og les­ar­ar hljóta til­nefn­ingu fyr­ir verk sín til Íslensku hljóðbóka­verðlaun­anna, Stor­ytel Aw­ards 2024:

Skáldsögur

Hudson: Yfir hafið og heim
Höfundur: Erla Sesselja Jensdóttir
Lestur: Þórunn Erna Clausen
Útgefandi: Storytel Original

Kjöt
Höfundur: Bragi Páll Sigurðarson
Lestur: Björn Stefánsson
Útgefandi: Sögur útgáfa

Minningaskrínið
Höfundur: Kathryn Hughes
Lestur: Katla Njálsdóttir, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Helga E.Jónsdóttir
Þýðing: Ingunn Snædal
Útgefandi: Storyside / Drápa

Perlusystirin
Höfundur: Lucinda Riley
Lestur: Margrét Örnólfsdóttir
Þýðing: Valgerður Bjarnadóttir
Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Sálarhlekkir
Höfundur: Steindór Ívarsson
Lestur: Helga E. Jónsdóttir og Álfrún Örnólfsdóttir
Útgefandi: Storytel Original

Tilnefndar skáldsögur.
Tilnefndar skáldsögur. Ljósmynd/Aðsend

Óskáldað efni

Álfadalur
Höfundur: Guðrún J. Magnúsdóttir
Lestur: Elma Lísa Gunnarsdóttir
Útgefandi: Storyside / Sæmundur bókaútgáfa

Gift
Höfundur: Tove Ditlevsen
Lestur: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Þýðing: Þórdís Gísladóttir
Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Réttarmorð
Höfundur: Sigursteinn Másson
Lestur: Sigursteinn Másson
Útgefandi: Storytel Original

Skuggar: Saga falls, útskúfunar, upprisu og uppgjörs
Höfundur: Sölvi Tryggvason
Lestur: Sölvi Tryggvason
Útgefandi: Sögur útgáfa

Þormóður Torfason: Dauðamaður og sagnaritari
Höfundur: Bergsveinn Birgisson
Lestur: Davíð Guðbrandsson
Útgefandi: Storyside / Bjartur

Óskáldað efni.
Óskáldað efni. Ljósmynd/Aðsend

Glæpasögur

Blóðmeri
Höfundur: Steindór Ívarsson
Lestur: Birna Pétursdóttir
Útgefandi: Storytel Original

Hungur
Höfundur: Stefán Máni
Lestur: Rúnar Freyr Gíslason
Útgefandi: Sögur útgáfa

Reykjavík
Höfundur: Katrín Jakobsdóttir, Ragnar Jónasson
Lestur: Haraldur Ari Stefánsson, Aldís Amah Hamilton
Útgefandi: Ragnar Jonasson og Katrín Jakobsdóttir

Stóri bróðir
Höfundur: Skúli Sigurðsson
Lestur: Kolbeinn Arnbjörnsson
Útgefandi: Storyside / Drápa

Strákar sem meiða
Höfundur: Eva Björg Ægisdóttir
Lestur: Kristján Franklín Magnús
Útgefandi: Veröld

Tilnefndar glæpasögur.
Tilnefndar glæpasögur. Ljósmynd/Aðsend

Barna- og ungmennabækur

Dularfulli steinninn í garðinum
Höfundur: Anna Margrét Sigurðardóttir
Lestur: Salka Sól Eyfeld
Útgefandi: Storytel Original

Hanni granni dansari
Höfundur: Gunnar Helgason
Lestur: Gunnar Helgason
Útgefandi: Forlagið

Orri óstöðvandi - Draumur Möggu Messi
Höfundur: Bjarni Fritzson
Lestur: Vignir Rafn Valþórsson, Ilmur Kristjánsdóttir
Útgefandi: Storyside / Út fyrir kassann

Skólaslit
Höfundur: Ævar Þór Benediktsson
Lestur: Ævar Þór Benediktsson
Útgefandi: Forlagið

Ævintýri Freyju og Frikka: Ljónynja í lífshættu
Höfundur: Felix Bergsson
Lestur: Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Felix Bergsson
Útgefandi: Storytel Original

Tilnefndar barna- og ungmennabækur.
Tilnefndar barna- og ungmennabækur. Ljósmynd/Aðsend

Ljúflestur

9. nóvember
Höfundur: Colleen Hoover
Lestur: Íris Tanja Flygenring, Vignir Rafn Valþórsson
Þýðing: Marta Hlín Magnadóttir, Birgitta Elín Hassell
Útgefandi: Bókabeitan - Björt

Gratíana
Höfundur: Benný Sif Ísleifsdóttir
Lestur: Benný Sif Ísleifsdóttir
Útgefandi: Forlagið

Jólabókaklúbburinn
Höfundur: Sarah Morgan
Lestur: Sólveig Guðmundsdóttir
Þýðing: Marta Hlín Magnadóttir, Birgitta Elín Hassell
Útgefandi: Bókabeitan - Björt

Litla kaffihúsið í Kaupmannahöfn
Höfundur: Julie Caplin
Lestur: Ebba Guðný Guðmundsdóttir
Þýðing: Kristín V. Gísladóttir
Útgefandi: Ugla

Óbragð
Höfundur: Guðrún Brjánsdóttir
Lestur: Arnmundur Ernst Backman
Útgefandi: Forlagið

Tilnefndar í flokki ljúflesturs.
Tilnefndar í flokki ljúflesturs. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is