Fermingardagurinn er eftirminnilegur í lífi margra og því algengt að fjölskyldur festi daginn á filmu með fermingarmyndatöku. En hvenær er best að fara í fermingarmyndatöku?
Fermingardagurinn er eftirminnilegur í lífi margra og því algengt að fjölskyldur festi daginn á filmu með fermingarmyndatöku. En hvenær er best að fara í fermingarmyndatöku?
Fermingardagurinn er eftirminnilegur í lífi margra og því algengt að fjölskyldur festi daginn á filmu með fermingarmyndatöku. En hvenær er best að fara í fermingarmyndatöku?
Gunnar Freyr Steinsson ljósmyndari birti myndband á dögunum á TikTok þar sem hann fór yfir hentug ráð fyrir fermingarmyndatökuna.
„Það er í góðu lagi að taka fermingarmyndir allt árið um kring en helst ekki á fermingardaginn sjálfan,“ segir Gunnar í byrjun myndbandsins.
„Ég lærði mjög fljótt að fermingarmyndatökur á fermingardaginn sjálfan, til dæmis á milli athafnar og veislu, er um það bil versta hugmynd í heimi. Það er bara stress, ekkert annað. Athöfninni seinkar, það þarf að drífa sig í veislusalinn á undan gestunum og fleira svoleiðis, og enginn nýtur þess að vera í einhverjum spreng að reyna að drífa myndatökuna af.
Mér finnst miklu skynsamlegra að taka myndirnar nokkrum dögum eða vikum fyrir ferminguna, eða jafnvel að bíða bara með hana, jafnvel fram á sumar þegar allt er oðið fallega grænt,“ segir hann.
„Ef þið viljið myndatöku fyrir fermingu þá er mjög gott að hafa hana sama dag og prufugreiðslan er gerð – þegar það á við. En ef til stendur að geyma myndatökuna, þá þarf bara að krossa fingur og vona að fermingarbarnið vaxi ekki upp úr fermingarfötunum í millitíðinni.
En það hvenær árs fermingarmyndatakan fer fram skiptir í sjálfu sér engu máli – það eru allar árstíðir fallegar,“ bætir hann við.