Ísidór segist vera einangrunarsinni og rasisti

Ákært fyrir hryðjuverk | 8. febrúar 2024

Ísidór segist vera einangrunarsinni og rasisti

Ísidór Nathansson sagði að húmor hans og Sindra Snæs Birgissonar væri „viðbjóðslegur“. Skýrslutöku yfir Ísidór lauk síðdegis í dag í hryðjuverkamálinu svokallaða. Hann er ákærður fyrir hlutdeild í tilraun Sindra til að undirbúa hryðjuverk. Ísidór neitar sök.

Ísidór segist vera einangrunarsinni og rasisti

Ákært fyrir hryðjuverk | 8. febrúar 2024

Ísidór Nathansson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Ísidór Nathansson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísidór Nathansson sagði að húmor hans og Sindra Snæs Birgissonar væri „viðbjóðslegur“. Skýrslutöku yfir Ísidór lauk síðdegis í dag í hryðjuverkamálinu svokallaða. Hann er ákærður fyrir hlutdeild í tilraun Sindra til að undirbúa hryðjuverk. Ísidór neitar sök.

Ísidór Nathansson sagði að húmor hans og Sindra Snæs Birgissonar væri „viðbjóðslegur“. Skýrslutöku yfir Ísidór lauk síðdegis í dag í hryðjuverkamálinu svokallaða. Hann er ákærður fyrir hlutdeild í tilraun Sindra til að undirbúa hryðjuverk. Ísidór neitar sök.

Ísidór er 25 ára gamall og viðurkenndi fyrir dómi að glíma við áfengisvandamál. Skýrslutakan yfir Ísidór tók um tvær klukkustundir og fann dómþing vel fyrir pirringi í svörum hans við spurningum Karls Inga Vilbergssonar saksóknara

Hann baðst afsökunar á pirringnum og sagði að honum hefði fundist sumar spurningar saksóknara „asnalegar“.

Þá spurði Ísidór saksóknara á einum tímapunkti hvort hann sæi mikið af hægrisinnuðum drápssveitum ganga um í Reykjavík eða öðrum evrópskum borgum. Dómari steig þá inn í þar sem honum þótti spurning Ísidórs óviðeigandi. Hann sagði það ekki vera hlutverk Ísidórs að spyrja saksóknara og hann yrði að þola óþægilegar spurningar.

Karl Ingi Vilbergsson saksóknari.
Karl Ingi Vilbergsson saksóknari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrívíddarprentaði íhluti

Líkt og í skýrslutöku yfir Sindra var fyrst til umræðu vopnalagabrot.

Ísidór sagðist hafa þrívíddarprentað íhluti en að þeir hefðu ekki virkað. Hann sagðist hafa verið viðstaddur þegar eitt þrívíddarprentað vopn var afhent, en Sindri viðurkenndi fyrir dómi fyrr í dag að hafa selt fimm slík vopn.

Þá sagðist Ísidór ekki hafa fengið neitt greitt fyrir sölu á vopnum en Sindri sagðist sjálfur hafa fengið greitt í fíkniefnum.

Munir sem lögreglan lagði hald á heima hjá sakborningunum.
Munir sem lögreglan lagði hald á heima hjá sakborningunum. mbl.is/Hólmfríður María

Ísidór neitaði að hafa selt skotfæri og aðra íhluti, svo sem hljóðdeyfi.

Hann viðurkenndi að hafa reynt að búa til „swift link“, eða hröðunarstykki, en að það hefði mistekist. Hann sagðist hafa langað til að sjá hvort að stykkið myndi virka í AR-15 riffli sem faðir Sindra átti.

Ísidór sagðist ekki vita neitt annað um árásarrifflana sem fundust á heimili Sindra fyrir utan að þeir væru í eigu föður hans.

Kúgaður í skýrslutökum lögreglu

Eftir fremur stutta yfirferð á vopnalagabrotunum var komið að hlutdeild Ísidórs í skipulagningu hryðjuverka.

Ísidór neitaði sök og sagðist ekki hafa ætlað að aðstoða Sindra við undirbúning hryðjuverka. Ísidór sagðist hafa verið kúgaður í skýrslutöku lögreglu og að hann hefði þurft að sitja í einangrun. Hann hefði verið undir miklu álagi í gæsluvarðhaldinu sem stóð yfir í tæplega þrjá mánuði.

Ísidór sagði að lögregla hefði ekki komið fram við tvímenningana af mannúð.

Hann nefndi að í eitt skipti hefði hann verið yfirheyrður í sex klukkustundir án þess að varla fá hlé. Þá sagði hann spurningar lögreglu hafa verið leiðandi.

„Það voru alls konar andlegar pyntingar í gangi,“ sagði Ísidór.

Þá sagði hann að skýrslur úr skýrslutökum lögreglu hefðu verið umorðaðar á hátt sem lét hann líta verr út.

Ísidór sagði að lögreglan hefði brugðist honum en að tvímenningarnir hefðu verið mjög samvinnuþýðir.

Sindri Snær Birgisson og Ísidór.
Sindri Snær Birgisson og Ísidór. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ósmekklegt tal“

„Það hvarflaði á engum tímapunkti hjá mér að eitthvað voðaverk ætti að eiga sér stað,“ sagði Ísidór spurður hvort að hann teldi að Sindri væri að undirbúa hryðjuverk.

Spurður út í um­mæli hans þar sem hann sagðist ætla drepa „komm­alufs­una“ og átti þar við Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, formann Efl­ing­ar, sagði Ísidór að um „ósmekklegt tal,“ væri að ræða. Hann sagðist sjá eftir því.

Þá sagðist Ísidór á þeim tímapunkti ekki búast við að þessi ummæli yrðu gerð opinber.

Hann kallaði samtal sitt við Sindra „viðbjóðslegt“. Þá sagði hann að samtöl þeirra einkenndust af skopi og gríni. Ísidór sagði að kaldhæðni þeirra skilaði sér ekki vel í textaskilaboðum þeirra.

Barnagirnd og samkynhneigð geðkvillar

Hann lýsti því yfir fyrir dómi að hann teldi að barnagirnd og samkynhneigð væru tengdir geðkvillar.

Ísidór benti á að Sindri væri eldri en hann og að því hefði Ísidór ekki verið að móta Sindra, en Sindri er tveimur árum eldri en Ísidór.

Hann sagðist hafa áhuga á að framfylgja lögum og því hefði hann spurt Sindra hvort að skotheld vesti væru lögleg hér á landi. Hann hefði viljað eignast slíkt vesti þar sem aukning væri á árásum víðs vegar á Vesturlöndum og að þau væru flott.

Ísidór sagðist aldrei hafa trúað að Sindri myndi fremja voðaverk þrátt fyrir að hafa á einum punkti reynt að draga úr mögulegri hvatvísi Sindra.

Ísidór er 25 ára gamall.
Ísidór er 25 ára gamall. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ætlaði ekki að drepa Björn Leví, Smára Maccarthy og Gunnar Smára

Spurður um skilaboð sem hann sendi til Sindra, þar sem hann sagðist ætla að drepa Björn Leví og Smára Maccarthy einn daginn, sagði Ísidór að þau hefðu verið send er hann var í annarlegu ástandi. Hann sagðist ekki pólitískt sammála mönnunum en í skilaboðunum kallaði hann þá „fkn kommúnistar pöddukallar“.

„Það stafaði engin ógn af mér,“ sagði Ísidór fyrir dómi og bætti við: „Mikilmennskubrjálæði í fullum hálfvita“.

„Ég er kannski ekkert rosa hrifin af honum,“ sagði Ísidór um Gunnar Smára Egilsson, en í einum skilaboðum sagðist Ísidór vera á sama stað og Gunnar Smári og að „ef ég væri packin væri ég farinn inn fyrir kl. 8“.

„Þetta er asnalegur talsmáti“, sagði Ísidór fyrir dómi og bætti við að hann hefði verið ölvaður er hann sendi þessi skilaboð.

Ekki „týpískur teiknimynda-rasisti“

Ísidór játaði fyrir dómi að vera einangrunarsinni og rasisti.

Hann sagði stærsta vands íslensks samfélags vera innfluttan. Spurður hvað Ísidór meinti með því að hann sagðist vera rasisti þá sagðist hann ekki vera „týpískur teiknimynda-rasisti“ og nefndi að æskuvinur hans hefði verið svartur á hörund.

Hann sagðist hafa sterkar skoðanir á innflytjendum og að það ætti ekki að hleypa þeim inn í svo miklum mæli.

Hann sagðist þó ekki hafa reynt að hvetja Sindra til sömu skoðana.

Ísidór sagðist frekar vera ósáttur við lögregluembættið sem heild heldur en einstaka starfsfólk þess en sakborningarnir höfðu meðal annars rætt sín á milli hvenær árshátíð lögreglumanna væri. Ísidór sagði þær samræður hafa farið fram í kaldhæðni.

„Sóðalegt grín“

Varðandi skilaboð þar sem Ísidór sendi mynd af Anders Breivik í einkennisbúning til Sindra og ritaði „þvílíkur sjarmur“ sagði Ísidór að um væri að ræða „sóðalegt grín sem átti aldrei að líta dagsins ljós“.

Anders Breivik fjöldamorðingi. Það skal tekið fram að þetta er …
Anders Breivik fjöldamorðingi. Það skal tekið fram að þetta er ekki myndin sem Ísidór sendi Sindra. AFP

Við myndina skrifuðu Sindri og Ísidór að þeir ætluðu að ferma börnin sín í álíka búningi.

Fyrir dómi sagði Ísidór að „[við] þyrftum að vera eitthvað einstaklega geðveikir“ ef þeir ætluðu í raun og veru að gera og það og nefndi að geðlæknir hafi ekki greint þá félaga með geðsjúkdóma.

Líkti myndefni við áhuga á glæpasögum

Ísidór sagðist ekki aðhyllast hugmyndir þekktra fjöldamorðingja en hann sendi meðal annars myndir á Sindra af Breivik, Dylann Roof, Brenton Tarrant og Robert Gregory Bowers.

Hann sagði enga sérstaka ástæðu fyrir því að hann hafi sent Sindra hugmyndafræði Tarrant og skjal sem geymdi öfga hægri-stefnu.

Brenton Tarrant játaði að hafa drepið 51 í hryðjuverkaárásum á …
Brenton Tarrant játaði að hafa drepið 51 í hryðjuverkaárásum á Nýja-Sjálandi. AFP

Ísidór nefndi að í dag væru glæpasögur og sannar sögur af glæpum (e. true crime) vinsælasta afþreyingarefni Vesturlanda. Hann sagði að myndskeið af árásum hryðjuverkamanna væri áhugaverður fróðleikur af þessum árásum frá fyrstu hendi.

Karl Ingi saksóknari spurði ítrekað út í af hverju Ísidór safnaði myndum og myndskeiðum af fjöldamorðum á saklausu fólki. Ísidór hafði meðal annars eytt mikið af því efni en hann sagðist ekki hafa verið að reyna fela það fyrir lögreglu. Hann vissi að lögregla gæti endurheimt gögnin.

Ísidór sagðist vera haldinn ákveðinni „gagnasöfnunaráráttu“ og sagðist á engan hátt aðhyllast þær hugmyndir sem efnið innihélt .

„Búið að eyðileggja líf mitt“

„Þetta er búið að eyðileggja líf mitt á allan máta,“ sagði Ísidór í lok skýrslutöku er verjandi hans spurði um áhrif málsins á líf hans. Hann sagðist ekki fá vinnu og ekki getað menntað sig.

Þá sagði hann pabba sinn ekki getað starfað lengur í Bandaríkjunum og hafa verið yfirheyrður af lögregluyfirvöldum þarlendis.

Ísidór sagðist nú sækja AA-fundi og leita til sálfræðings.

Hann sagði þó að góðu fréttirnar væru að hann ætti von á barni en hann hefur verið trúlofaður í sex ár.

Sindri Snær og Ísidór.
Sindri Snær og Ísidór. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Næstu daga í aðalmeðferð málsins munu lögreglumenn og ýmsir sérfræðingar bera vitni fyrir dómi. Greint verður frá vitnaskýrslunum á mbl.is.

mbl.is