Gunnar Freyr birti magnaðar myndir af gosinu

Instagram | 9. febrúar 2024

Gunnar Freyr birti magnaðar myndir af gosinu

Ferðaljósmyndarinn Gunnar Freyr Gunnarsson, betur þekktur sem Icelandic Explorer, heldur áfram að heilla netheima með mögnuðum náttúrumyndum sínum og ljósmyndum af eldgosinu á Reykjanesi, sem lýsir upp næturhimininn á Suðurnesjum. 

Gunnar Freyr birti magnaðar myndir af gosinu

Instagram | 9. febrúar 2024

Gunnar Freyr Gunnarsson er mikill ævintýramaður.
Gunnar Freyr Gunnarsson er mikill ævintýramaður. Ljósmynd/Gunnar Freyr Gunnarsson

Ferðaljós­mynd­ar­inn Gunn­ar Freyr Gunn­ars­son, bet­ur þekkt­ur sem Icelandic Explor­er, held­ur áfram að heilla net­heima með mögnuðum nátt­úrumynd­um sín­um og ljós­mynd­um af eld­gos­inu á Reykja­nesi, sem lýs­ir upp næt­ur­him­in­inn á Suður­nesj­um. 

Ferðaljós­mynd­ar­inn Gunn­ar Freyr Gunn­ars­son, bet­ur þekkt­ur sem Icelandic Explor­er, held­ur áfram að heilla net­heima með mögnuðum nátt­úrumynd­um sín­um og ljós­mynd­um af eld­gos­inu á Reykja­nesi, sem lýs­ir upp næt­ur­him­in­inn á Suður­nesj­um. 

Í gær­morg­un birti hann ótrú­lega ljós­mynd á In­sta­gram úr miðborg Reykja­vík­ur, þar sem Hall­gríms­kirkjut­urn stend­ur upp úr fyr­ir miðri mynd. Í bak­grunni sést í háan skýstrók sem dans­ar við gíg eld­goss­ins. 

„Jæja, þá byrj­ar þetta aft­ur,“ skrifaði Gunn­ar Freyr í upp­hafi færsl­unn­ar. „Hér má sjá fyrstu mynd­irn­ar mín­ar af nýja eld­gos­inu. Það sást mjög vel í morg­un, alls staðar á höfuðborg­ar­svæðinu, og langaði mig því að nýta tæki­færið og fanga stemn­ing­una. Þetta er þriðja eld­gosið á aðeins tveim­ur mánuðum. Það hófst kl 06 í morg­un,“ skrifaði Gunn­ar Freyr einnig við færsl­una sem hann birti í gær­morg­un. 

Gunn­ar Freyr er með marga er­lenda fylgj­end­ur á In­sta­gram-síðu sinni Icelandic Explor­er, en yfir 613.000 manns fylgja hon­um. Hann fær reglu­lega mikið hrós fyr­ir ljós­mynd­ir sín­ar enda stór­brotn­ar og æv­in­týra­leg­ar. 

Gunn­ar Freyr birti aðra færslu í gær­kvöldi sem sýndi fleiri mynd­ir frá eld­gos­inu, en hann fór í þyrluflug yfir eld­gosa­svæðið.

mbl.is