Á dögunum fór Jón Gnarr í ferð út í Hrísey í Eyjafirði ásamt skemmtilegum leikhópi. Jón virtist afar hrifinn af eyjunni er marka má færslur hans á Instagram.
Á dögunum fór Jón Gnarr í ferð út í Hrísey í Eyjafirði ásamt skemmtilegum leikhópi. Jón virtist afar hrifinn af eyjunni er marka má færslur hans á Instagram.
Á dögunum fór Jón Gnarr í ferð út í Hrísey í Eyjafirði ásamt skemmtilegum leikhópi. Jón virtist afar hrifinn af eyjunni er marka má færslur hans á Instagram.
„Fór í dásamlega ferð útí Hrísey með leikhópnum í And Björk of course … en leikstjórinn okkar Gréta Kristín er einmitt fædd og uppalin þar. Fórum í búðina, í sund, skoðuðum hákarlasafnið og enduðum í gómsætum fish and chips á Verbúðin 66. Þetta var í fyrsta en ekki síðasta skipti sem ég heimsæki þessa merkilegu eyju. Margt mjög spennandi að gerast þarna!“ skrifaði hann við myndaröð úr ferðinni.
Jón hefur eytt þó nokkrum tíma á Norðurlandi síðustu vikur þar sem hann er að æfa leikverkið And Björk of course eftir Þorvald Þorsteinsson á Akureyri sem verður frumsýnt í lok febrúar.
Hann virðist kunna vel við sig í þessum landshluta og hefur notið þess að fara í göngur með hundinn sinn, en hann gekk hvorki meira né minna en 258 km í janúar. Nýverið sagði hann frá því á Instagram að hann reyndi að ganga 10 þúsund skref á dag, en hann lætur kulda og snjó sannarlega ekki stoppa sig í því.