Karl Steinar: „Rétt að stíga inn í þetta“

Ákært fyrir hryðjuverk | 9. febrúar 2024

Karl Steinar: „Rétt að stíga inn í þetta“

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn öryggis- og greiningardeildar ríkislögreglustjóra, var fyrstur til að bera vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins svokallaða í dag.

Karl Steinar: „Rétt að stíga inn í þetta“

Ákært fyrir hryðjuverk | 9. febrúar 2024

Sveinn Andri Sveinsson, Sindri Snær Bigisson, Einar Oddur Sigurðsson og …
Sveinn Andri Sveinsson, Sindri Snær Bigisson, Einar Oddur Sigurðsson og Ísidór Nathansson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn öryggis- og greiningardeildar ríkislögreglustjóra, var fyrstur til að bera vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins svokallaða í dag.

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn öryggis- og greiningardeildar ríkislögreglustjóra, var fyrstur til að bera vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins svokallaða í dag.

Karl Steinar var í forsvari á upplýsingafundi sem ríkislögreglustjóri hélt í 22. september árið 2022 vegna málsins.

Skýrslutökur fóru fram í gær yfir sakborningunum tveimur, Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni. Þeir játa báðir að hluta vopnalagabrot en neita sök er kemur að undirbúningi hryðjuverka. Einungis Sindri var viðstaddur dómþing í dag.

Karl Steinar byrjaði á að fara yfir aðdraganda handtöku sakborninganna.

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn öryggis- og greiningardeildar ríkislögreglustjóra.
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn öryggis- og greiningardeildar ríkislögreglustjóra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heilsuðust að nasista sið

Að kvöldi 20. september var haft samband við Karl Steinar en hann starfaði þá sem yfirlögregluþjónn öryggis- og greiningardeildar hjá ríkislögreglustjóra. Á þeim tímapunkti hafði lögregla komist inn í síma Sindra en hann hafði verið handtekinn nokkrum dögum áður og látinn laus.

Karl Steinar sagðist hafa átt samtal við Grím Grímsson, yfirmann miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og í kjölfarið óskað eftir heimild Héraðsdóms Reykjavíkur til að fá ákveðin þvingunarúrræði. Sú heimild fólst meðal annars í því að fylgjast með sakborningunum og hlera síma þeirra yfir vikutímabil.

Aðgerðin hófst snemma dags 21. september og nefndi Karl Steinar að á þeim tíma hefðu rannsakendur ekki vitað hvar Ísidór bjó.

Fylgst var með Sindra er hann hitti Ísidór þar sem þeir „heilsast að nasista sið“, eins og Karl Steinar orðaði það.

Frá upplýsingafundi er ríkislögreglustjóri lýsti sig vanhæfanní málinu í lok …
Frá upplýsingafundi er ríkislögreglustjóri lýsti sig vanhæfanní málinu í lok september árið 2022. Grím Grímsson má sjá til vinstri. mbl.is/Arnþór

Vissu að það væri fylgst með þeim

Hann sagði það hafa verið snemma ljóst að Sindri og Ísidór vissu að verið væri að fylgjast með þeim. Á sama tíma fundu rannsakendur fleiri gögn í síma Sindra, meðal annars fjölda mynda af vopnum.

Þá hleruðu rannsakendur símtal í síma Ísidórs þar sem hann fékk að vita að það væri verið að fylgjast með þeim.

Karl Steinar sagði þá að hann hefði tekið þá ákvörðun að handtaka tvímenninganna stuttu eftir hádegi 21. september. 

Sindri Snær og Ísidór.
Sindri Snær og Ísidór. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rétt að stíga inn í

Verjendur spurði báðir Karl Steinar ítrekað út í það hvort lögreglan hefði í raun talið að hryðjuverk væru yfirvofandi.

Sveinn Andri minntist á blaðamannafund ríkislögreglustjóra 22. september eftir handtökuna. Hann spurði hvort rannsakendur vissu um hvers konar hryðjuverkaógn væri að ræða.

Karl Steinar sagði að í skilaboðum þeirra félaga hefði verið talað um að gera fólki mein, meðal annars í Gleðigöngunni. Karl Steinar sagðist enn vera þeirrar skoðunar að það hefði verið „rétt að stíga inn í þetta“.

Hann sagði að í verklagsreglum lögreglu væri kveðið á um grípa fljótt inn í.

Rannsóknarhagsmunir leiddu

Sveinn Andri spurði hvort að yfirvofandi hætta hefði réttlætt handtökuna. „Var það til afstýra hættu?“ spurði hann. Karl Steinar sagði að fyrst og fremst hefði verið um rannsóknarhagsmuni að ræða. Þá nefndi hann að það ætti ekki að gefa afslætti á öryggi almennra borgara.

Karl Steinar sagði að auðvitað hefði verið gripið fljótt inn í þar sem dómsúrskurðurinn gat til um viku tíma. Hann sagði þó það hafa verið mikilvægt að finna vopnin sem sáust á myndunum í síma Sindra.

Karl Steinar sagði úrslitaþáttinn vera að tvímenningarnir vissu að lögregla væri að fylgjast með þeim.

Runólfur ákvað viðbúnaðarstigið

Karl Steinar sagði að Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, hefði ákveðið að hækka viðbúnaðarstig lögreglu vegna hryðjuverka eftir að tvímenningarnir voru látnir lausir en að ákvörðunin hefði verið borin undir hann.

Verjendur spurðu hvort að ákvörðun dómara um sakfellingu sakborninganna hefði áhrif á ákvörðun þess efnis að viðbúnaðarstigið yrði lækkað.

„Nei, það hefur auðvitað áhrif,“ svaraði Karl Steinar. Spurður nánar út í hvaða áhrif það væru sagðist Karl Steinar ekki treysta sér til að svara því.

Frá upplýsingafundinum 22. september.
Frá upplýsingafundinum 22. september. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leituðu til Europol sama dag

Karl Steinar sagði að ríkislögreglustjóri hefði ekki verið kominn langt í rannsókn málsins er það fór frá borði ríkislögreglustjóra sökum vanhæfis.

Ríkislögreglustjóri hefði leitað til hryðjuverkadeildar Europol síðdegis 22. september þar sem embættið hefði ekki mikla reynslu á rannsókn á málum sem þessum.

Hann sagði þó að lögreglan hefði tekið þátt í fjölda atvika í Evrópu og víðar er kemur að hryðjuverkaógn. „Það er leiðarljósið sem við höfum haft,“ sagði hann spurður hvort að leiðsögn Europol hefði verið leiðarljósið í rannsókninni.

Ábyrgðarleysi að grípa ekki til aðgerða

Sveinn Andri spurði aftur hvort að ríkislögreglustjóri hefði oftúlkað hryðjuverkaógnina og svaraði Karl Steinar: „[Ég] treysti mér nú ekki til að segja til um það.“

Karl Steinar sagði að það hefði verið ábyrgðaleysi, hefði ekki verið gripið til aðgerða.

Í tilkynningu ríkislögreglustjóra til fjölmiðla eftir að tvímenningarnir voru handteknir sagði að þeir hefðu verið taldir vopnaðir og hættulegir umhverfi. Karl Steinar viðurkenndi að þeir hefðu ekki verið vopnaðir þegar þeir voru handteknir.

mbl.is