Sakfelldur fyrir fjórar nauðganir gegn börnum

Kynferðisbrot | 9. febrúar 2024

Sakfelldur fyrir fjórar nauðganir og kynferðisbrot gegn börnum

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Theodór Pál Theodórsson í sjö ára fangelsi fyrir nauðganir og kynferðisbrot gegn barni yngra en 15 ára, fyrir kynferðislega áreitni gegn barni, fyrir kaup á vændi og fyrir að hafa í vörslum sínum myndefni sem sýndi börn nakin og á kynferðislegan máta.

Sakfelldur fyrir fjórar nauðganir og kynferðisbrot gegn börnum

Kynferðisbrot | 9. febrúar 2024

Í dómnum segir að alvarlegustu brotin hafi beinst að ólögráða …
Í dómnum segir að alvarlegustu brotin hafi beinst að ólögráða stúlkubörnum á viðkvæmum aldri og brotin hafi verið til þess fallin að hafa alvarlegar afleiðingar á sálarlíf stúlknanna, eins og ráða megi af framburði þeirra sjálfra fyrir dómi og vottorðum sálfræðinga sem lögð hafa verið fram í málinu. Ljósmynd/Colourbox

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Theodór Pál Theodórsson í sjö ára fangelsi fyrir nauðganir og kynferðisbrot gegn barni yngra en 15 ára, fyrir kynferðislega áreitni gegn barni, fyrir kaup á vændi og fyrir að hafa í vörslum sínum myndefni sem sýndi börn nakin og á kynferðislegan máta.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Theodór Pál Theodórsson í sjö ára fangelsi fyrir nauðganir og kynferðisbrot gegn barni yngra en 15 ára, fyrir kynferðislega áreitni gegn barni, fyrir kaup á vændi og fyrir að hafa í vörslum sínum myndefni sem sýndi börn nakin og á kynferðislegan máta.

Theodór. sem er þrítugur, er jafnframt dæmdur til að greiða tveimur unglingsstúlkum samtals sex milljónir kr. í miskabætur. 

Nauðganir, barnaníðsefni og vændiskaup

Héraðssaksóknari ákærði Theodór í október í fyrra fyrir ýmis brot, en ákæran er í fjórum liðum. Hann var m.a. ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni eftir að hafa mælt sér mót við stúlku á samskiptamiðlinum Snapchat í júlí í fyrra. Hann kyssti hana tungukossi og káfaði á brjóstum hennar innanklæða auk þess sem hann reyndi að snerta kynfæri hennar. Theodór afhenti svo stúlkunni 10.000 kr. og vodkaflösku fyrir athæfið. 

Hann var einnig ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa mælt sér mót við sömu stúlku síðar í júlí í fyrra. Segir í ákæru að hann hafi í krafti yfirburðastöðu sinnar vegna aldurs- og þroskamunar látið hana eiga við sig munnmök. Í kjölfarið lagðist hann ofan á hana og hafði við hana samræði. Afhenti Theodór henni 150.000 kr. fyrir athæfið. 

Þá var hann ákærður fyrir kynferðisbrot gegn öðru barni. Hann hafði samræði við stúlkuna í tvígang í krafti yfirburðastöðu sinnar eftir að hafa sótt stúlkuna úr unglingavinnunni í júlí í fyrra. Hann afhenti henni samtals 100.000 kr. og hálfa ginflösku. 

Í þriðja hluta ákærunnar er fjallað um vændiskaup, en hann var sakaður um kynferðisbrot með því að hafa í þrjú skipti frá 26. maí til 20. júlí greitt konu samtals 78.000 kr. fyrir vændi. Þá var hann kærður fyrir að hafa greitt annarri konu 35.000 kr. fyrir vændi á óþekktu hóteli í Reykjavík. Loks var hann ákærður fyrir að hafa keypt vændi af þriðju konunni í að minnsta kosti fimm skipti og greitt henni samtals 125.000 kr. 

Í fjórða lið ákærunnar er hann ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum hátt í 800 ljósmyndir og 98 hreyfimyndir sem sýna börn á kynferðislegan hátt.

Fram kemur í dómi héraðsdóms að Theodór hafi verið handtekinn …
Fram kemur í dómi héraðsdóms að Theodór hafi verið handtekinn 30. júlí í fyrra þar sem hann var í vinnu úti á landi. Hald var lagt á farsíma hans og fartölvu, sem og á bifreið í eigu sambýliskonu hans. Þá var húsleit gerð á heimili þeirra. mbl.is/Eggert

Móðir annarrar stúlkunnar komst á snoðir um málið

Fram kemur í dómi héraðsdóms, sem féll 12. janúar en var birtur í gær, að upphaf málsins megi rekja til þess að móður brotaþolans A, sem fjallað er um í fyrsta ákæruliðnum, hafi borist upplýsingar um það frá mæðrum tveggja vinkvenna hennar að hún hefði rætt við vinkonur sínar um áfengi og eitthvað kynferðislegt í síma.

„Fékk móðir A eftir það nánari upplýsingar og fann í kjölfar þess, nánar tiltekið laugardaginn 29. júlí 2023, peninga í fórum hennar. Fór A í framhaldi af því á bráðamóttöku á Landsspítalanum. Greindi hún lækni þar frá því að henni hefði verið nauðgað af manni sem hún hefði hitt miðvikudaginn þar á undan, 26. júlí 2023. Haft var samband við Barnavernd Reykjavíkur, sem hafði samband við lögreglu. Lögregla ræddi við stúlkuna og hóf í framhaldi af því rannsókn málsins,“ segir í dómnum. 

Neitaði að hafa brotið gegn stúlkunum en viðurkenndi kaup á vændi

Theodór neitaði að hafa brotið kynferðislega gegn stúlkunum sem greint er frá í ákæruliðum eitt og tvö. 

Hann játaði aftur á móti að hafa keypt vændi af konu í þrjú skipti frá 26. maí til 20. júlí í fyrra. Hann vildi að öðru leyti lítið tjá sig um hinar konurnar sem hann var einnig sakaður um að hafa keypt vændi af. 

Loks neitaði hann sök varðandi myndefnið sem fundust í vörslum hans. „Ákærði kvaðst hafa skoðað klám á venjulegum vefsíðum, bæði í síma og tölvu, en aldrei hlaðið niður slíku efni. Hann vildi auk þess ekki kannast við myndir sem sýndu börn á kynferðislegan hátt eða að hafa haft slíkt efni í fórum sínum,“ segir í dómi héraðsdóms. 

Héraðssaksóknari ákærði Theodór í október í fyrra.
Héraðssaksóknari ákærði Theodór í október í fyrra. mbl.is/​Hari

Framburður Theodórs reikull og breytilegur

Þá kemur fram, að framburður Theodórs í málinu hafi verið breytilegur og reikull að mörgu leyti, jafnvel þótt hann hafi verið staðfastur varðandi það að ekkert kynferðislegt hafi átt sér stað á milli hans og stúlknanna A og B. Hann hafði meðal annars breytt framburði sínum varðandi það hvort hann hefði hitt stúlkurnar og hvort þær hefðu komið inn í bifreið hans. Þá hefur Theodór gjarnan valið að neita að tjá sig er borin hafa verið undir hann gögn sem ekki þykja samrýmast frásögn hans eða gögn sem þykja styðja frásögn brotaþola í málinu. 

Alvarlegustu brotin beindust að ólögráða stúlkum

Héraðsdómur sakfelldi Theodór fyrir fjórar nauðganir og kynferðisbrot gegn börnum, sem og fyrir kynferðislega áreitni gegn barni, auk fleiri kynferðisbrota og brota gegn ákvæðum barnaverndarlaga og áfengislaga.

Í dómnum segir að alvarlegustu brotin hafi beinst að ólögráða stúlkubörnum á viðkvæmum aldri og brotin hafi verið til þess fallin að hafa alvarlegar afleiðingar á sálarlíf stúlknanna, eins og ráða megi af framburði þeirra sjálfra fyrir dómi og vottorðum sálfræðinga sem lögð hafa verið fram í málinu. Þá segir að það megi sömuleiðis ætla að afleiðingar brotanna hafi ekki að öllu leyti komið fram enn, þar sem stúlkurnar séu enn ungar að aldri. 

Skeytti engu um hagsmuni stúlknanna

Einnig segir að Theodór hafi nýtt sér yfirburðaaðstöðu sína vegna aldurs- og þroskamunar til að koma fram vilja sínum gagnvart stúlkunum.

„Lét ákærði sér í léttu rúmi liggja hvaða afleiðingar brot hans myndu hafa fyrir stúlkurnar og hvaða áhrif þau myndu hafa á sálarlíf þeirra og heilsu. Skeytti hann þannig engu um mikilvæga hagsmuni stúlknanna. Þá var um fjölmörg brot að ræða sem beindust gegn mörgum brotaþolum. Ásetningur ákærða til brotanna var sömuleiðis sterkur.“

Unglingsstúlkurnar hljóta hvor um sig þrjár milljónir kr. í miskabætur, að því er segir í dómsorði. 

mbl.is