Boða aftur til mótmæla við lögreglustöðina

Vopnaburður lögreglunnar | 10. febrúar 2024

Boða aftur til mótmæla við lögreglustöðina

Samtökin No Borders hafa boðað til annarra mótmæla fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm þar sem mótmælt verður öllum áformum „lögregluríkisins um forvirkar rannsóknir“. 

Boða aftur til mótmæla við lögreglustöðina

Vopnaburður lögreglunnar | 10. febrúar 2024

Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. Ljósmynd/Aðsend

Samtökin No Borders hafa boðað til annarra mótmæla fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm þar sem mótmælt verður öllum áformum „lögregluríkisins um forvirkar rannsóknir“. 

Samtökin No Borders hafa boðað til annarra mótmæla fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm þar sem mótmælt verður öllum áformum „lögregluríkisins um forvirkar rannsóknir“. 

Í dag kom fjöldi fólks saman og hindruðu meðal annars innkeyrslur að lögreglustöðinni á einum tímapunkti. 

Í tilkynningu frá samtökunum segir að samtökunum ofbjóði framganga lögregluyfirvalda „sem í vaxandi mæli grípa til valdníðslu og sviptingu á réttindum almennings“.

Þá segir að aðgerðir lögreglu hafi orðið æ harkalegri er kemur að mótmælum síðustu vikurnar. Í því samhengi er nefnt atvik er tvö ungmenni voru handtekin við mótmæli á Austurvelli 6. febrúar. 

Krefjast að 19. grein verði felld úr gildi 

Í tilkynningunni er einnig minnst á vopnaburð lögreglu og notkun á rafbyssum. „Slíkar ráðstafanir, ásamt frumvarpi um forvirkar rannsóknir, vekja alvarlegar áhyggjur af stefnu stjórnvalda í löggæslumálum.“

Þess er krafist að 19. grein lögreglulaga verði felld úr gildi en hún fjallar um skyldu til að hlýða fyrirmælum lögreglu. 

„Lögregla hefur ítrekað beitt því valdi sem greinin færir henni til þess að afnema réttinn til mótmæla að eigin geðþótta,“ segir í tilkynningunni. 

Mótmælin fara fram við lögreglustöðina á Hverfisgötu á þriðjudag klukkan 16. 

mbl.is