Það er aldrei of mikið framboð af uppskriftum að bollum sem gleðja matarhjartað og hér er komin uppskrift að klassískum vatnsdeigsbollum úr smiðju Önnu Marínar Bentsdóttur.
Það er aldrei of mikið framboð af uppskriftum að bollum sem gleðja matarhjartað og hér er komin uppskrift að klassískum vatnsdeigsbollum úr smiðju Önnu Marínar Bentsdóttur.
Það er aldrei of mikið framboð af uppskriftum að bollum sem gleðja matarhjartað og hér er komin uppskrift að klassískum vatnsdeigsbollum úr smiðju Önnu Marínar Bentsdóttur.
Anna Marín ástríðubakari er ein þeirra sem heldur upp á bolludaginn með reisn og elskar fátt meira en að baka. Hún er tvítug að aldri og hefur ávallt haft þennan brennandi áhuga á bakstri. Þessa dagana starfar hún á Kaffi Kokku sem opnaði í vikunni og er staðsett í lífsstíl- og eldhúsversluninni Kokku á annarri hæð. Þar fær hún að njóti sín í því sem henni finnst skemmtilegasta, að baka kræsingar með kaffinu.
Heldur þú hátíðlega upp á bolludaginn?
„Já, ég elska bolludaginn. Ég á margar góðar minningar varðandi bolludaginn frá því þegar ég var lítil. Mamma mín bakaði oft klassískar bollur svipaðar þessari uppskrift hér sem ég ætla að deila með ykkur, nema að hún setti alltaf sætt regnbogakurl ofan á. Ég fékk að taka með mér bollur í skólann fyrir nesti, og var svo spennt að koma heim og fá mér aðra. Undanfarin ár hef ég eiginlega tekið yfir bollubaksturin heima og séð um að baka bollur fyrir alla fjölskylduna,“ segir Anna Marín og þykir það alls ekki leiðinlegt.
„Fyrir nokkrum árum gerði ég þessa uppskrift og hef haldið mig við hana síðan. Uppskriftin er auðveld og ég tel að allir gætu gert hana. Undanfarin ár hef ég farið í flest bakarí sem selja bollur og kaupi eina af hverri sort til að smakka og til finna bestu bolluna. Sem gefur mér líka innblástur.“
Finnst þér skipta sköpum að fara alla leið á bolludaginn, baka bollur og vera með bollur í kvöldmatinn, eins og fiskibollur eða kjötbollur?
„Mér finnst það ávallt mjög skemmtilegt að fara alla leið með að hafa bollur í allar máltíðir á bolludaginn. Eins og til dæmis bjóða upp á brauðbollur, kjötbollur og svo auðvitað klassískar rjómabollur.
Anna Marín segir að fram undan sé annasöm helgi á kaffihúsinu nýja og þar muni bollur vera í forgrunni. „Ef þig langar að smakka þessar bollur hér, án þess að baka sjálf þá getur þú komið við hjá okkur á Kaffi Kokku því við ætlum að selja þessar bollur á kaffihúsinu hjá okkar á efri hæðinni yfir helgina ásamt öðru bakkelsi og ljúffengu kaffi,“ segir Anna Marín sem er komin í bollugírinn.
Klassískar vatnsdeigsbollur a la Anna Marín
12 stk. miðlungs stórar bollur
Bollur
Aðferð:
Súkkulaði glassúr
Aðferð:
Rjóma fylling
Aðferð:
Samsetning: