Fjallið keyrir um á rándýrum Range Rover

Frægir á ferð | 11. febrúar 2024

Fjallið keyrir um á rándýrum Range Rover

Hafþór Júlíus Björnsson kraftlyftingamaður, sem oft er kallaður Fjallið, hefur vakið athygli í umferðinni þar sem hann ferðast um á grænblárri lúxuskerru. 

Fjallið keyrir um á rándýrum Range Rover

Frægir á ferð | 11. febrúar 2024

Hafþór Júlíus Björnsson keyrir um á áberandi bíl.
Hafþór Júlíus Björnsson keyrir um á áberandi bíl. Samsett mynd

Hafþór Júlí­us Björns­son kraft­lyft­ingamaður, sem oft er kallaður Fjallið, hef­ur vakið at­hygli í um­ferðinni þar sem hann ferðast um á græn­blárri lúxuskerru. 

Hafþór Júlí­us Björns­son kraft­lyft­ingamaður, sem oft er kallaður Fjallið, hef­ur vakið at­hygli í um­ferðinni þar sem hann ferðast um á græn­blárri lúxuskerru. 

Um er að ræða 2021 ár­gerð af Range Rover frá Land Rover sem kom á göt­urn­ar í mars það ár. Bíll­inn er fag­ur­lega hannaður og er á svört­um felg­um og með dökk­um lituðum rúðum. Sams­kon­ar bíl­ar kosta á bil­inu 16-20.000.000 kr.

Það er þó ekki mikið úr­val af notuðum slík­um bíl­um til sölu á ís­lensk­um bíla­söl­um og ekki einn ein­asta í græn­blá­um lit.  

Range Rover frá Land Rover í grænbláum lit hefur vakið …
Range Rover frá Land Rover í græn­blá­um lit hef­ur vakið at­hygli. mbl.is/​MM

Bif­reið hinna ríku og frægu

Lengi hafa Range Rover-bif­reiðar þótt stöðutákn, ekki bara hér­lend­is held­ur um all­an heim. Fjöldi Range Rover bif­reiða náði há­marki hér­lend­is fyr­ir hrun en nú er þeim að fjölga aft­ur á göt­un­um. Lár­us Weld­ing var einn af þeim sem keyrði um á Range Rover í boði bank­ans fyr­ir hrun eins og kom fram í bók sem hann skrifaði um sína upp­lif­un af banka­hrun­inu. 

Lárus Welding keyrir um á glansandi Range Rover.
Lár­us Weld­ing keyr­ir um á glans­andi Range Rover. Sam­sett mynd

„Þetta var mjög anna­sam­ur dag­ur og ég kom allt of seint í af­mæli dótt­ur minn­ar. Ég hafði þá gleymt að ég átti að sækja mat­inn fyr­ir börn­in þannig að ég olli líka von­brigðum heima fyr­ir. Ég gat því lítið notið sam­ver­unn­ar í af­mæl­inu því að ég var með hug­ann við skulda­bréfa­út­boðið. Ég spurði sjálf­an mig hvort ég ylli þessu for­stjóra­starfi. Þá var dyra­bjöll­unni hringt og fyr­ir utan stóð glaðhlakka­leg­ur starfsmaður B&L sem af­henti mér með ham­ingj­uósk­um lykla að glæ­nýj­um bíl. Í ráðning­ar­samn­ingn­um var ákvæði um að bank­inn skyldi sjá mér fyr­ir bíl og í takt við tíðarand­ann var ákveðið að það væri Range Rover af fín­ustu gerð. Þannig var einn slík­ur pantaður en af­hend­ing­in gat ekki komið á verri tíma. Mig langaði mest að biðja mann­inn um að koma síðar. Mér fannst ég ekki eiga skil­inn svona glæsi­vagn og þessi uppá­koma kór­ónaði dag­inn,“ skrif­ar Lár­us í bók sinni. 

Síðasta haust keypti hann sér ann­an svona bíl. 

Birgitta Líf Björnsdóttir keyrir um að Range Rover sem kom …
Birgitta Líf Björns­dótt­ir keyr­ir um að Range Rover sem kom á göt­urn­ar síðasta sum­ar. Sam­sett mynd

Smart­land greindi frá því á dög­un­um að Birgitta Líf Björns­dótt­ir, markaðsstjóri World Class og áhrifa­vald­ur, væri kom­in á nýj­an Range Rover. 

mbl.is