Saltkjöt og baunir – túkall

Uppskriftir | 13. febrúar 2024

Saltkjöt og baunir – túkall

Nú er runninn upp sprengidagur og þá er það saltkjöt og baunir sem leika aðalhlutverkið. Hér er að á ferðinni einföld og klassísk uppskrift að réttinum fræga saltkjöt og baunir, en í raun er það gerð súpunnar sem er aðaluppskriftin. Jenný Guðbjörg Hannesdóttir matgæðingur á heiðurinn af þessari uppskrift sem allir ættu að ráða við. Uppskriftin birtist á uppskriftavef Sölufélags garðyrkjubænda.

Saltkjöt og baunir – túkall

Uppskriftir | 13. febrúar 2024

Hin klassíska baunasúpa borin fram með saltkjöti, kartöflum, rófum og …
Hin klassíska baunasúpa borin fram með saltkjöti, kartöflum, rófum og gulrótum. Ljósmynd/Sölufélag garðyrkjubænda

Nú er runninn upp sprengidagur og þá er það saltkjöt og baunir sem leika aðalhlutverkið. Hér er að á ferðinni einföld og klassísk uppskrift að réttinum fræga saltkjöt og baunir, en í raun er það gerð súpunnar sem er aðaluppskriftin. Jenný Guðbjörg Hannesdóttir matgæðingur á heiðurinn af þessari uppskrift sem allir ættu að ráða við. Uppskriftin birtist á uppskriftavef Sölufélags garðyrkjubænda.

Nú er runninn upp sprengidagur og þá er það saltkjöt og baunir sem leika aðalhlutverkið. Hér er að á ferðinni einföld og klassísk uppskrift að réttinum fræga saltkjöt og baunir, en í raun er það gerð súpunnar sem er aðaluppskriftin. Jenný Guðbjörg Hannesdóttir matgæðingur á heiðurinn af þessari uppskrift sem allir ættu að ráða við. Uppskriftin birtist á uppskriftavef Sölufélags garðyrkjubænda.

Saltkjöt og baunir - túkall

  • Saltkjöt magn eftir fjölda
  • 600 g gular baunir
  • 1,5 l vatn
  • 50 g beikon
  • 20 g grænmetiskraftur
  • 1 laukur
  • 450 g rófur
  • 450 g gulrætur
  • 450 g kartöflur

Aðferð:

  1. Baunirnar eru lagðar í bleyti í 12-24 tíma fyrir suðu, passið að leggja þær í bleyti í nægu vatni þar sem þær draga í sig mikið vatn.
  2. Hellið vatninu af baununum og skolið þær.
  3. Skerið laukinn í bita eftir smekk, setjið baunir, vatn, grænmetiskraft og 1-2 saltkjötsbita ef vill með í pott og látið suðuna koma upp.
  4. Fleytið froðunni af súpunni.
  5. Sjóðið í 1 klukkustund.
  6. Skerið rófur, gulrætur og kartöflur í bita og bætið út í súpuna ásamt beikoninu og sjóðið áfram í 1 klukkustund.
  7. Kartöflurnar má einnig sjóða sér í potti og bera fram með súpunni.
  8. Saltkjötið er soðið í sér potti og borið fram með súpunni.
mbl.is